Hvernig verður slæmt karma til?

Orkuveita Reykjavíkur hefur hagað sér eins og ótínd hryðjuverkasamtök. Uppbygging og meðfylgjandi jarðrask við Kolviðarhól, á Hellisheiði, Skarðsmýrarfjalli og Innstadal eru ekkert annað en hryðjuverk gegn náttúrunni. Þarna er um að litast eins og á lóð sóðalegs olíuframleiðslufyrirtækis. Og ekki tekur fyrirtækið neitt tillit til óska eða krafna íbúa í Hveragerði sem hræðast brennisteinsmengun.

Ég er nú engin dultrúarmaður en óneitanlega læðist að manni sú hugsun að fyrirtæki sem hagar sér svona gagnvart umhverfi sínu búi ósjálfrátt til karma sem er einfaldlega niðurbrjótandi. Í ljósi atburða undanfarinna ára og ekki síst uppsagnir á sjötíu starfsmönnum fyrirtækisins síðasta haust er ekki furða þótt allt komi nú í bakið á því.

En þetta karma er áreiðanlega tómt bull ... en ég hef engar aðrar skýringar á öllu því rugli sem tengist fyrirtækinu. Jú ... nema maður líti til baka á óstjórn R listans á því, bullinu í Bestaflokknum og gapið í borgarstjóranum Jóni Gnarr. Kannski hefur smám saman myndast slæmt karma en hvað veit ég ...


mbl.is Lánveitingar til OR í frosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband