Hættið snertiútgáfu Moggans innan þriggja ára
28.3.2011 | 22:38
Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni vefsíður. Öllu fylgja útgjöld og þess vegna á Morgunblaðið að rukka fyrir aðgang að vefútgáfu sinni.
Mogginn á að gera eins og sjónvarpsstöðvar sem bjóða upp á afruglara. Mogginn á að bjóða upp á iPad. Selja hann á góðu verði til áskrifenda. Til dæmis getur hann fylgt þriggja ára áskriftartilboði sem auðveldlega er hægt að útfæra nánar. Þannig fær Mogginn trygga áskrifendur og þeir fá iPad á góðu verði. Geta endurnýjað eftir t.d. þrjú ár og fengið nýja útgáfu af þessu fína tæki. Umhverfislega afar væn hugmynd.
Núverandi mbl.is á að þrengja niður í örstuttar fréttir og upplýsingar. Allar nánari og betri fréttir og upplýsingar eiga að vera á góðri netútgáfu og fyrir hana á að borga.
Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Morgunblaðið á að hætta að koma út á prentuðu formi eftir t.d. þrjú ár. Hvers vegna að eyða pappír og fylgihlutum í prentaða útgáfu þegar hægt er að gera þetta miklu ódýrara, einfaldara og þægilegra, bæði fyrir útgefandann og neytandann?
Trúið mér. Ég er líklega búinn að vera netáskrifandi að Morgunblaðinu í næstum tíu ár. Nú er svo komið að mér finnast svökölluð snertiútgáfa dagblaða vera bæði skítug og leiðinleg. Sakna þeirra alls ekki.
Geti ég, íhaldsmaðurinn, vanist á að nota netútgáfu af tímaritum og dagblöðum þá geta það allir.
Áskriftargjald á vef New York Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lesendahópur blaðsins er 55 plús og mikill lestur
hjá 70 plús og þá þarf blaðið að gefa snertiskjái eða tölvu með. Það þýðir að fólk fer bara í erlend blöð enda greina þau betur frá ástnadinu hér en innlendir miðlar. Held að framtíð Morgunblaðsins verði 1 prentað blað í viku og svo útfarþjónusta.
Einar Guðjónsson, 29.3.2011 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.