Pólitísk afskipti í gegnum fjölmiðla

Óþægileg þversögn er í fréttatilkynningu Bankasýslu ríkisins. Hún þvær hendur sínar af ákvörðun stjórnar Arion banka, telur fulltrúa ekki hafa gert neitt óeðlilegt en engu að síður hefur hún ákveðið að skipa ekki sama fulltrúa í stjórnina.

Þetta bendir einungis til þess að Bankasýslan hafi fengið tiltal úr stjórnarráðinu, beint frá Jóhönnu eða Steingrími, þess efnis að ríkisstjórnin muni ekki sætta sig við að þessi voðalegi fulltrúi setjist í stjórn Arion eftir næsta aðalfund.

Um þetta hefur forsætisráðherra geypað síðustu daga og vart getað haft hemil á óánægju sinni. Skýrari geta nú ekki pólitísku boðin verið til Bankasýslunnar en þau sem send eru út í fjölmiðlum. Og hver veit hvað gerst hefur í þeim bankherbergjum sem fjölmiðlar og almenningur hafa ekki aðgang að. 

Svo er það annað mál að jafnan þegar allt gengur á afturfótunum hjá ríkisstjórninni láta ráðherrarnir sem svo að smámálin séu stóru málin og við þau eigi þau allskostar. Um leið eru stóru málin orðin að smámálum sem engin ástæða er til að hafa áhyggjur af. Hvernig skyldi annars staðan vera með atvinnuleysið í landinu, uppbyggingu atvinnulífsins, stöðuna á Suðurnesjum, byggðamálin, gengismálin, vaxtamálin, fjárhagstöðu heimilanna ...? Þarf ég að halda áfram?

Nei. Jóhanna Sigurðardóttir skammast út í háu launin eins og það þau skipti einhverju máli. En því miður fækkar ekki atvinnulausum þótt forsætisráðherran blási og fnæsi eins og henni er einni lagið. En hún getur væntanlega tekið upp símann og hringt í fjármálaráðherrann og sagt: Jæja, Steingrímur, sástu hvernig ég afgreiddi Bankasýsluna ...? 


mbl.is Skipt um fulltrúa ríkis í bankaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Það er undarlegt að bankastjórnir íslensku bankanna hækkuðu laun stjórnenda um 100% án þess að taka tillit til þeirrar staðreyndar að bankarnir eru á ábyrgð ríkissjóðs. Allar innistæður í bönkunum eru ríkistryggðar og þar með undirstaða undir rekstur þeirra. Ef ríkisstjórnin félli frá ábyrgð sinni þá færu bankarnir á hausinn þegar almenningu tæki út allt sparifé sitt.

Forsætisráðherra hefur fullkomlega rétt á þessari kröfu fyrir hönd hins almenna borgara að krefjast afturköllunar á hækkunum.

Það sem olli hruninu voru þessi ofurlaun bankastarfsmanna sem leiddi út í tvíræða gjörninga sem ekki stóðust í raunveruleikanum

Guðlaugur Hermannsson, 21.3.2011 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband