Búiđ ađ reita foreldra til reiđi og ekki von á góđu
20.3.2011 | 14:13
Án stefnuskrár náđi Jón Gnarr og flokkur hans kjöri í borgarstjórn Reykjavíkur og stofnađi til meirihlutasamstarfs viđ Samfylkinguna. Tćpu ári síđar mótmćlir blómi Reykjavíkur, foreldrar barnanna í skólum borgarinnar, stefnuleysi ţessara sömu ađila.
Er ţetta ekki nöturlegt? Nýr flokkur kemur fram, býđur upp á nýtt og án efa gott fólk en hefur nú ekkert fram ađ fćra nema reita ţá til reiđi sem síst skyldi og ţađ vegna smáaura. Stefnuleysiđ er algjört, engin stefnuskrá til ađ vinna eftir, ekkert nema gríniđ sem lagt var upp međ en hefur nú snúist upp í andstćđu sína rétt eins og nafn flokksins.
Gerir borgarstjórnarmeirihlutinn sér ekki grein fyrir ţví hversu mikilvćgir foreldrarnir eru fyrir borgina, fyrir allt samfélagiđ? Ţetta er hvorki meira né minna en fólkiđ sem býr til börnin, elur ţau upp, er kjarninn í efnahag samfélagsins, uppistađan í atvinnulífinu, stefnumótendur framtíđarinnar svo eitthvađ sé nefnt.
Enginn ćtti ađ reyna ađ gera ţetta fólk ađ fífli. Ţađ lćtur hvorki Gnarr né ađra fikta í framtíđ barnanna sinna, til ţess er ţeim máliđ allt of skylt.
Og reynsluleysi og glámskggni meirihlutans í borgarstjórn verđur honum ađ falli ţví foreldrarnir eru svo fjölmennir ađ ţeir geta dregiđ fram úr sínum röđum sérfrćđinga á öllum sviđum. Meirihlutinn getur ekki einu sinni kallađ til starfsmenn eđa embćttismenn borgarinnar sér til ađstođar, ţví ţeir eiga ekki nokkurn möguleika í ađ hrekja málstađ foreldra. Best gćti ég trúađ ađ stćrsti hluti starfsfólks borgarinnar hafi einfaldlega megnustu andstyggđ á framferđi Gnarristanna, ađ minnsta kosti er ţađ ţannig međ ţá sem ég ţekki og hef rćtt viđ um ţessi mál.
Samráđ er samráđ í orđsins fyllstu merkingu. Stjórn sveitarfélags, hvort sem ţađ er lítiđ eđa stórt, byggist á mildi en engu ađ síđur festu. Lýđrćđi er ekkert annađ en almennt samráđ. Sé borgarsjóđur blankur ţarf ađ taka á ţeim vanda á breiđum grundvelli og innan hans eru foreldar í borginni.
En er borgarsjóđur blankur? Sjá menn fram á ađ hann verđi blankur? Svariđ er NEI. Borgarsjóđur stendur ágćtlega en hins vegar er sjálfsagt ađ hafa vara á sér á síđustu og verstu tímum.
Ţess í stađ veđur Gnarrinn og félagar hans áfram án tillits til foreldra. Í skólum borgarinnar vofa yfir uppsagnir, mórallinn eru orđinn slćmur og enginn veit hvort hann fćr ađ halda áfram störfum eđa verđi látinn hćtta. Ţetta eru ekki góđir stjórnunarhćttir.
Tilraunastarfsemi borgarstjórnarmeirihlutans verđur ađ linna. Í ljósi ţess ađ ekki verđur kosiđ til borgarstjórnar Reykjavíkur fyrr en eftir ţrjú ár er ástćđa til ađ beina ţeirri ósk, sem svo margir Reykvíkingar bera í brjósti, til meirihlutans ađ Jón Gnarr og félagar hans hreinlega segi sig úr borgarstjórn og eftirláti öđrum stjórn borgarinnar.
Flestum er orđiđ fyllilega ljóst ađ Jón rćđur ekki viđ starf sitt, hann hefur engan undirbúning undir ţađ, leggur ekkert til og skilur fćst. Dettur einhverjum í hug ađ borgarstjórinn muni úr ţessu ná ađ verđa stefnumótandi í rekstri borgarinnar eđa stjórnmálum?
Já, eitt hundrađ milljónir eru ekki milljarđur, en betra hefđi veriđ ađ vita ţađ fyrirfram.
Undirskriftir gegn breytingum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Athugasemdir
Sćll Sigurđur
Vonandi notar fólkiđ reiđi sína og segir nei viđ icesave sem borgastjóri vill klína á borgarana
Jón Sveinsson, 20.3.2011 kl. 15:59
Samfylkingin og Sjálfstćđismenn verđa ađ taka saman höndum og mynda nýjan meirihluta. Dagur B Eggertsson er í fýlu út í Hönnu Birnu vegna ágreinings á fyrri stigum.
Guđlaugur Hermannsson, 20.3.2011 kl. 16:48
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti rćđur ekki viđ verkefniđ. Gnarristarnir ţurfa ađ hverfa úr borgarstjórn og ţeir sem eftir eru eiga ađ taka höndum saman og mynda nokkurs konar „ţjóđstjórn“ fram ađ nćstu kosningum. Nćg reynsla er fyrir hendi í ţeim ţremur flokkum sem eftir verđa. Tími tilraunastarfsemi er liđinn. Meirihlutinn er einfaldlega vanhćfur svo gripiđ sé til kunnuglegs orđalags.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 20.3.2011 kl. 17:00
Mér sýnist einna helst ađ Besti hafi hreinlega gengiđ í samfylkinguna... ţetta er orđinn hálfgerđur R-listi
Haraldur Rafn Ingvason, 20.3.2011 kl. 17:54
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.