Íslensk iTunes verslun í augsýn?

Þetta eru ánægjulegar fréttir fyrir okkur Makkavini enda höfum við Íslendingar þurft að horfa á þróunina hjá Apple að hluta til án þess að geta nýtt okkur vörurnar. Við höfum ekki afnot af þessari frábæru þjónustu sem iTunes veitir nema í gegnum krókaleiðir. Í því felst að maður þarf að svindla dálítið til að láta líta út fyrir að vera búsettur í Bandaríkjunum. Engu að síður er það eiginlega útilokað að eigna iPhone síma eða kaupa vöru frá iTunes.

Það er rétt sem Bjarni Ákason, forstjóri Eplabúðarinnar segir, að leysa þarf úr fjölmörgum álitamálum áður en iTunes hérlendis verður hér að veruleika. En í heild sinni er það bara rútínu verkefni. Aðalatriðið er að standa skil á virðisaukaskatti hér innanlands. Í daga er það þannig að maður getur keypt forrit án þess að neinn verði þess var viðskipti hafi farið fram nema seljandi og kaupandi. Færi ég í tölvuverslun og keypti sama forrit væri verðið án efa eitthvað hærra vegna þess að álagning verslunarinnar og að minnsta kosti virðisaukaskattur myndi bætast við. Það er auðvitað afskaplega hagstætt fyrirkomulag út frá buddupólitíkinni, en á móti kemur að við erum að rembast við að halda úti samfélagi með kostum þess og göllum og þar með greiðum við skatta og skyldur hér innanlands.

Ég held að það sé lágmarkið að með íslenskri iTunes síðu sé kostur gefinn á að kaupa iPhone og nýta App Store. Ástæða er því til að óska Bjarna Ákasyni góðs gengis. 


mbl.is Apple að hleypa Íslandi aftur inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband