Niður með fjöllin og upp með dalina ... eða hvað

Hvað kemur ríkisstjórninni það við þó einkafyrirtæki borgi milljónir í mánaðarlaun? Þetta er nú meiri hringavitleysan í þingmanni sem virðist ástunda allt annað en skynsamlega rökræðu.

Há laun miðað við hóflega skattlagningu þýðir einfaldlega meira fé í samneyslu, skatttekjur hækka, fjármagnið veltur út í þjóðfélagið á margvíslegan hátt.

Hvað á fyrirtæki að gera við tekjur af rekstri sínum? Það greiðir starfsmönnum sínum laun og vissulega er launamunur innan allra fyrirtækja. Það þarf hins vegar ekki þingmann Samfylkingarinnar til að ákveða hvaða laun megi greiða. Sá sem tekur sér slíkt Bessaleyfi lendir fyrr eða síðar í vandræðum. Er ein milljón heilög tala eða margfeldi af mánaðarlaunum einhverrar stéttar réttari viðmiðun? Er skynsamlegra að skattleggja hagnað fyrirtækis eða laun starfsmanna sama fyrirtækis?

Hvað má þá hagnaður fyrirtækis vera þar til Ólínu Þorvarðardótur þykir „nóg komið af vitleysunni“. Ætlar þingmaðurinn að segja sjómanninum að hann sé með of há laun í eigin útgerð? Hvað á að gera við sjómann sem kemur í land eftir mánaðartúr á frystitogara og fær 1,7 milljón fyrir hlutinn? Hvað með höfund metsölubókarinnar? Hvað með náungann sem bjó til tæki er dregur úr mengun bíla og eykur afl þeirra? Mogginn sagði frá honum og hugsanlega selur hann rosalega af vöru sinni og mánaðarlaunin verða ofboðsleg.

Jú, niður með fjöllin og upp með dalina. Hversu klárir sem menn eru þá á enginn að fá að njóta afraksturs vinnu sinnar eða hugverka í háaum launum. Hol eru hvatningarhróp hinnar norrænu velferðarstjórnar og fylginauta hennar.


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband