Stjórlagaráðið líka skotið á kaf

Tillaga ríkisstjórnarinnar um skipun stjórnlagaráð er pólitískur leikur. Og auðvitað er þetta tillaga ríkisstjórnarinnar sem beitir fyrir sig þremur leppum. Ríkisstjórnin veit vel að hún er á gráu svæði og sú er ástæðan fyrir því að hún treystir sér ekki til að leggja fram tillöguna í eigin nafni. Ekki frekar en innanríkisráðherrann getur lagt nafn sitt við tillöguna.

Engu að síður á að halda málinu áfram. Sigurður Líndal hefur í raun skotið tillöguna á kaf. Miðað við rök hans mega þeir þingmenn sem samþykkja hana vera hrikalega illa að sér og taka leikaraskapinn framar þeirri staðreynd að þeir eiga vera þátttakendur í að reka þjóðfélag en ekki sandkassa. 

Staðreyndin er einfaldlega sú að ríkisstjórnin hefur með handarbaksvinnubrögðum lent á afturendanum með þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnlagaþing. Í stað þess að viðurkenna mistökin á nú að berja í einhverja bresti og gera illt verra. Þetta hljóta allir að sjá nema nokkrir þeirra sem þegar hafa fagnað sigri í ógildri stjórnlagaþingskosningu og neita að viðurkenna staðreyndir. Þá finnst mörgum í því einhver sæmd að berja á dómurum Hæstaréttar. 

Nú er tími til kominn að alþingismenn meirihlutans taki sig á og viðurkenni þrískiptingu valds og greiði atkvæði gegn tillögu um stjórnlagaráð. Raunar má krefjast þess að þingmenn taki sjálfir við þessum kaleik og haldi áfram með endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nóg er vinnan og til verkefnisins fengu þeir m.a. ráðninguna.


mbl.is Tillagan á mjög gráu svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband