Ríkisstjórninni verður sífellt fótaskortur
8.3.2011 | 14:42
Ekki skal hér gert lítið úr krossferð þingmanna gegn of háum launum ríkisforstjóra. Allir þeir sem hafa komið nálægt bókhaldi og launagreiðslum geta fullyrt að það sé afar einfalt mál að stjórna launum, jafnvel hjá ríkisbókhaldi. Ekki þarf því einhverja fundi með hverri silkihúfunni á fætur annarri.
Ákvörðun ríkisstjórnar um launalækkun þarf fjármálaráðherra einfaldlega að gefa út sem reglugerð og ganga úr skugga um að Fjársýsla ríkisins fari eftir henni við launagreiðslur.
Það er svo allt annað mál hvort ríkisforstjórar vilji eða vilji ekki það sem þeim er skammtað. Voru þeir í upphafi eitthvað spurðir? Þeir geta sótt sitt mál á öðrum stöðum séu þeir óhressir. Verra er ef ríkisstjórnin nái ekki fram því sem hún ákveður. Það segir eiginlega meira um ríkisstjórnina en flest annað. Í þessu tilviki á við gamla slagorðið: Vanhæf ríkisstjórn!
Ótrúlegt er að fylgjast með því hversu ríkisstjórninni verður sífellt fótaskortur á vegferð sinni. Hún getur eiginlega engu náð fram en skattahækkunum á landsmenn.
Ríkisforstjórar lækka ekki laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Laun ríkisforstjóra verða aldrei lækkuð í alvörunni, þetta yrði bara leikur með tölur - föst laun "lækkuð" og restin verður látin heita; óunnin yfirvinna, álagsgreiðslur...... en útkoman sú sama.
Sigrún Óskars, 8.3.2011 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.