iPad2, ný og betri græja

ipad.jpg

Þarna er hún komin, græjan sem ég hef verið að bíða eftir. Fylgdist með kynningunni á makkavefum. Óhætt að segja að iPad 2 virðist vera frábær, mikil þróunarvinna að skila sér. Hann er léttari en áður og einnig þynnri, var 13,5 mm en sá nýji er 8,8 mm sem þýðir að hann er meira að segja þynnri en iPhone4.

Apple hefur þegar selt um 15 milljónir iPad og þann 11. mars fer salan á iPad2 í gang í Bandaríkjunum en 25. mars í Evrópu og ég tók sérstaklega eftir því að Ísland var þar nefnt með öðrum Evrópulöndum.

Markaðshlutdeildin er núna 90% og Apple ætlar að halda henni enda er stýrikerfið gott og til eru 65.000 forrit. Til samanburðar býður helsti keppinauturinn Android aðeins upp á eitt hundrað forrit.

Steve Jobs hélt því fram á kynningunni í San Francisco í dag að á meðan aðrir væru að reyna að líkja eftir fyrstu útgáfunni af iPad með frekar slökum árangri, væri Apple kominn langt frammúr henni og þar með allri samkeppni með þeirri nýju.

Þeir segja að iPad sé endurhannaður frá grunni, hleðslan á rafhlöðunni á að duga í tíu daga, örgjörvinn er tvöfalt hraðari. Safari, vafrinn, er hraðari, FaceTime forritið er samskiptaforrit með mynd, linsa er í báðar áttir á græjunni, forhlið og bakhlið, og fleira og fleira.

Gaman var að fylgjast með því á kynningunni hvernig iPad er notaður. Einna áhugaverðast var hvernig hann nýtist til kennslu einhverfra barna. Þetta er ekki lækning, sagði Steve Jobs af þessu tilefni, en iPad hjálpar. 


mbl.is Jobs kynnti iPad 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband