Illa gengur honum að spá í framtíðina

Mangi er bara að plata. Það sést á líkamstjáningunni. Hann hörfar undan hljóðnemanum, liggur því sem næst flatur á bakinu og talar eins og véfréttin frá Delphi auk þess sem hann virðist ekki nenna svona viðtölum.

Sálfræðingur greindi formann íslensku samninganefndarinnar í Icesave málinu á svipaðan hátt og komst að því að sá var heldur betur að fela eitthvað. Eigum við ekki að senda sama sálfræðing á Manga?

Vörum okkur á öllu því sem kemur frá þessum þremur stéttum: Jarðfræðingum, veðurfræðingum og stjórnmálafræðingum. Best greina þær fortíð, þokkalegar túlka þær nútíð en rétt eins og spámiðlar skilja þær fátt af því sem eftir á að gerast. Þegar spurt er um hið síðarnefnda sendast þessir fræðingar úr einu í annað, varast að skilja neitt eftir sem hægt er að rukka þá um og síðan eru þeir farnir, mér liggur við að segja í reykskýi.

En grínlaust sagt þá tjáði mér draumspakur maður að þann 17. mars kl. 14:34 dragi til tíðinda á Reykjanesi. Það sem merkilegra er, að ég held að Mangi viti þetta.


mbl.is Er eldgos í vændum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk nafni.

Sigurður Haraldsson, 1.3.2011 kl. 15:18

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt, Sigurður, mér datt í hug Geir Haarde 5. október 2008 í sjónvarpinu, þegar hann sagði: Það er ENGIN ástæða til þess að taka út peningana af bankareikningum. Ég mætti þá kl. 09:15 um morguninn í bankann að taka út og bjóst við Northern- Rock- röð en það var enginn þar! Það trúa allir svona eins og nýju neti.

En aftur að spánni: athuganir mínar (eins og fyrir Eyjafjallajökulsgosið) á jarðskjálftum og eldgosum á sögulegum tíma sýna að nú er aftur komið að eldspennu- losun. Katla er lang- líklegust, t.d. vegna þess að langt er liðið og hún kom tvisvar eftir Eyjafjallajökul í seinni tíð. Tímabilið hefst 12. mars en er sterkast 3. apríl 2011. Ekki ganga á eldfjall á þeim tíma!

Draumspaki maðurinn er líkast til á réttum tíma með þetta...

Ívar Pálsson, 1.3.2011 kl. 16:07

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, gamli félagi. Undarlegt hversu rannsóknir þínar og spádómur hins draumspaka liggja samsíða. Hann er að vísu svo hlédrægur að maður þarf að draga allt upp úr honum.

Af því að þú nefnir Geir H. Haarde þá sagði sá draumspaki mér um daginn því fram að Landsdómur muni kveða upp þann úrskurð núna á næstu dögum að ákærur gegn honum haldi ekki vatni og verði felldar niður. Og hann bætti því við að ríkisstjórnin félli í kjölfarið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.3.2011 kl. 16:33

4 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Ég sé ekki alveg hvers vegna Magnús ætti að vera að ljúga, hvað þá viljandi.

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 1.3.2011 kl. 19:12

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jóhannes, ekki trúirðu þessu bulli?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.3.2011 kl. 19:14

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi verður hann sannspár hvað varðar ríkisstjórnina því að flestir vitibornir menn eru löngu búnir að fá nóg af stjórnarháttum hjá okkur!

Sigurður Haraldsson, 1.3.2011 kl. 20:30

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Alltaf fróðlegt að kíkja í heimsókn á bloggið þitt...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.3.2011 kl. 23:59

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er eiginlega sáttari við eldgos en hörmungar bankanna, af tvennu illu.

 En við fáum örugglega bæði í poka og sekk í þessum valkostum! Sættum okkur við það sem ekki verður flúið og breytum því sem verður flúið!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.3.2011 kl. 01:58

9 Smámynd: Jón

Af hverju í ósköpunum ætti Magnús Tumi að vera að ljúga til um þetta. Ef við einblínum á Reykjanes skagann þá í fyrsta lagi er það svæði misgengi en ekki flekaskil einsog er á rekbeltinu sem liggur t.a.m. gegnum Vatnajökul.

 Það þarf bara mjög einfalda Jarðfræði 101 til að vita að einkennandi fyrir misgengi eru jarðskjálftar, ekki eldvirkni. Á flekaskilum hins vegar er eldvirkni mjög einkennandi og jarðskjálftar aðallega af völdum innskota en ekki flekahreyfinganna.

Þar að auki er talað um það þegar talað er um Reykjanes hrygginn að jarðsaga þess svæðis hefur einkennst af annaðhvort miklum jarðskjálftum og litla eldvirkni eða þá meiri eldvirkni og mjög litla skjálftavirkni.

 Því get ég vel trúað því að Magnús Tumi sé ekki að ljúga að ykkur/okkur og byggir sínu mati á meðal annars þessum forsendum. Þar að auki eins og hann sjálfur segir í fréttinni, gaus seinast á Reykjanesskaga fyrir 1300. Það er mjög stutt í jarðfræðilegum skilning en eins og þið og fréttamenn eru að spurja, hvort það sé á næstu mánuðum eða árum, þá er það til alls ólíklegt.

 Gefiði manninum smá virðingu, ég hefði haldið að doktorsgráða í sínum fræðum gæfi meiri virðingu eða þá traust en margir hér virðast gefa lítið fyrir slíka menntun.

Jón, 2.3.2011 kl. 03:05

10 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Bara til að það sé á hreinu, þá er Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur; ekki jarðfræðingur. Á því tvennu er mikill munur.

Svo finnst mér ómaklega vegið að veðurfræðingum, en þeirra framtíðarspár (þó stutt séu fram í tímann) rætast miklu oftar en ekki.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 2.3.2011 kl. 07:06

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki kvað ég jarðeðlisfræðinginn ljúga, heldur vildi ég bara benda á tilhneiginguna til þess að róa almenning. Það er enda rétt eins og hér kemur fram að tölfræðilegar líkur á eldgosi einmitt þarna og á þessum tíma eru hverfandi. Svo vil ég benda á að jarðeðlisfræðingar sögðu fyrir um 10 árum að nær allar líkur væru á Kötlugosi innan 10 ára. En efasemdir mínar vegna viðtalsins við Magnús Tuma komu m.a. vegna þess að komið hafði fram að um hugsanlegar kvikuhreyfingar gæti verið að ræða, amk. þenslu.

Umræður eru af hinu góða, kannski eykst upplýsingin. Verum óhrædd við að viðra hugmyndir þótt þær geti talist á jaðrinum. Þær fela ekkert í sér árás á fræðimennina í þessu frekar en í hagfræðinni. Það hefur enginn alfarið rétt fyrir sér.

Ívar Pálsson, 2.3.2011 kl. 08:37

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir Jóna, verst að sumir fatta ekki spaugið, en það segir þó meira um mig en viðkomandi.

Jón, enginn hefur haldið því fram að Mangi ljúgi. Véfréttir ljúga aldrei, þær tala í gátum, orð þeirra má túlka á alla vegu, rétt eins og drauma, stjörnuspádóma og orð framliðinna á miðilsfundum. Og þetta með virðinguna: Oft bera titlarnir manninn ofurliði. Það á hins vegar ekki við minn gamla kunningja, hann Magnús Guðmundsson. Hann þolir spaugið en hvort honum er skemmt, veit ég ekki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.3.2011 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband