Ærandi þögn jarðfræðinga
27.2.2011 | 12:22
Er viljandi sagt minna af jarðskjálftahrinunni á Krýsuvíkursvæðinu en efni standa til? Ég velti þessu fyrir mér, annars vegar vegna þess að þögn jarðfræðinga er ærandi og hins vegar í ljósi þess hversu margir stórir skjálftar hafa orðið þarna frá miðnætti.
Nokkur atriði vekja athygli mína hvað varðar síðustu skjálftanna:
- Upptök flestra skjálfta eru í beinni línu í NNA frá Krýsuvík
- Fjallshryggir á þessum slóðum eru allir í SV - NA, t.d. Sveifluháls, Selvallaháls ofl.
- Særstu skjálftarnir eru flestir NNA frá Krýsuvík
- Síðustu skjálftarnir eru allir í kringum Grænavatn, austan við Krýsuvíkurskóla og allt að Sveifluhálsi
- Dýpt þeirra eru frá 4 km og upp í 1,1 km
Atburðir síðustu ára hafa verið sögulegir og eitthvað er að gerast. Stór hluti af Kleifarvatni hefur horfið án þess að það hafi leitt til þess að aukning hafi orðið á hverasvæðum. Þennsla hefur orðið á svæðinu og hún hjaðnað aftur. Ég hef ekkert vit á jarðfræði en mér skilst að talsverður órói hafi mælst á mælum Veðurstofunnar. Einhverja merkingu hlýtur það að hafa.
Vandinn er hins vegar sá að svo virðist sem blaðamenn skoða ekki staðreyndir áður ein þeir spyrja um ástæður jarðskjálfta.
Draumspakur maður hefur fullyrt að eldgos muni brjótast út á Krýsuvíkursvæðinu innan skamms. Jarðfræðingar munu án efa slá úr og í og benda jafnvel á svæðið allt og halda því fram að einhvern tímann muni gjósa á þeim slóðum sem áður hafi gosið. Sá sem dreymdi er nú ekki spakur á þessu sviði nema að eigin sögn. Jafnvel jarðfræðingar segjast ekkert vera spakari í að spá um eldgos nema með ca 20 ára fyrirvara.
Líkur á fleiri skjálftum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Athugasemdir
Þetta verður alla vega einkar forvitnileg þróun. Síðast gaus á þessu svæði á 13 öld.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.2.2011 kl. 13:08
Það er fullkomlega eðlilegt að jarðfræðingar fari varlega í getgátur eða fullyrðingar um þróun mála.
Í fyrsta lagi eru skjálftahrinur á ákveðnum svæðum, eins og t.d. Krýsuvíkursvæðinu, með reglulegu millibili án þess að neitt gerist frekar.
Í öðru lagi fengju jarðfræðingar heldur betur á baukinn ef þeir máluðu skrattann á veggin í hvert skipti sem jörð skylfi, eins og sumir virðast ætlast til af þeim.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.2.2011 kl. 14:14
skodid thid frettirna fra sidasta gosi i eyjafjallajokli
thar sau theyr fyrir med seinna gosid eftir 5vorduhals ad kvika var ad brjota ser leid upp
hversvegna?
ju skjalftarnir voru a grinnra dypi
er ekki sama ad gerast tharna?
Magnús Ágústsson, 27.2.2011 kl. 14:47
Sigurður, ég held að það sé mjög ofsagt hjá þér að jarðfræðingar geti sagt fyrir um eldgos með 20 ára fyrirvara. Ég held að fyrirvarinn sé meira af stærðargráðunni 20 mínútur.
Auðvitað mun gjósa við Kleifarvatn, Reykjanesskaginn allur er eldvirkasta svæði jarðar (eða hugsanlega í 2. sæti eftir Grímsvatnasvæðið). Jarðfræðingar telja víst að Ísland sé núna að fara inn í virkara tímabil (frá því að hafa verið í óvirkari tímabili í eina eða tvær aldir), og þá um leið aukast líkur á eldgosum um allt land.
Jarðskjálftahrinur eru oft vegna kvikuhreyfinga, og kvikuhreyfingar enda stundum í eldgosi en mun oftar í innskoti, þ.e.a.s. kvikan storknar neðanjarðar.
Annars held ég að sumir jarðfræðingar eru að velta fyrir sér hvort virkjanirnar á Reykjanesskaga séu að koma þessari virkni af stað, eða með öðrum orðum, að skjálftavirknin sé ekki vegna kvikuhreyfinga heldur vegna þrýsingsbreytinga í jarðvarmakerfum.
En hérna er smá fróðleikur um söguleg eldgos á Reykjanesskaga, þegar næsta hrina hefst (í dag eða eftir 500 ár?) verður ástandið trúlega svipað:
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegssniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.
http://www.eldey.is/Reykjanes/
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.2.2011 kl. 15:24
Þakka þér fyrir fróðleikinn, Brynjólfur. Reglulega áhugaverð og vel skrifuð samantekt fyrir þá sem ekki þekkja. Var engu að síður kunnugt um þetta svona í meginatriðum enda ferðast mikið um svæðið.
Auðvitað eru jarðfræðingar varkárir, en það þykir varla neitt stórkostlegt að segja til um eldgos þegar allir mælar eru á fullu vegna þess að kvikan streymir upp á yfirborð. Hitt þarf meiri kunnáttu og dýpri skilning að geta spáð fyrir um eldgos með einhverri nákvæmni lengra eitthvað lengra fram tímann en nokkrar mínútur. En eflaust er lengra í slíkt en við viljum. Á meðan treystum við á þá draumspöku.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2011 kl. 16:49
Sæll og takk fyrir hrósid, á thad reyndar ekki skilid thví textinn er allur frá ödrum kominn - blockquote skipunin virkadi ekki sem skyldi!
En ég hef verid ad grufla soldid í frædunum og thad er gaman ad spá í tímasetningar: Á sídustu 2000 árum hafa verid tvær eldgosahrinur á Reykjanesskaga sem hófust med 1000 ára millibili og stódu í 2 til 3 aldir. Sem sagt, vid erum komnir á tíma med næstu hrinu (thad vissi ég satt ad segja ekki!).
Hróar jardfrædingur og hellaspekúlant hefur varad eindregid vid sofandahætti í tengslum vid eldgos á Reykjanesi, hraun séu thar gjarnan mjög thunn og geti runnid hradar en menn ná ad hlaupa. Eldgosin verda einnig talsvert stór, mun stærri en t.d. Kröflueldar.
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.2.2011 kl. 17:48
Brynjólfur áttu við Björn Hróarsson?
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.2.2011 kl. 18:02
Sæl Jóhanna. Björn Hróarsson þekkti ég í gamla daga. Datt líka í hug að Bryjólfur ætti við hann. Björn er traustur og góður og hefur rannsakað hraunhella meira en margur annar.
Ekki vildi ég lenda í því að þurfa að hlaupa mér til lífs í kappi við þunnfljótandi helluhraun.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2011 kl. 19:29
Sæl verið þið ég sé ekki að gjósi þarna alveg á næstunni stóragosið kemur á hálendinu síðan fer að gjósa á þessu svæði.
Sigurður Haraldsson, 27.2.2011 kl. 20:20
Björn er fv. samstarfsmaður minn og núverandi "Facebook-vinur" Ég spurði Björn í morgun á FB, eftir fyrstu skjálftana, hvað þetta gæti þýtt, hvor að hann byggist við gosi? Hann sagðist ekki sjá, af þeim gögnum sem þá voru fyrir hendi, hvort þetta væru landreksbrestir eða kvikuhreyfingar en minni líkur en meiri að kvika flæddi upp á yfirborðið ...
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.2.2011 kl. 21:49
Ég trúi Birni Hróarssyni. Hins vegar mættu jarðfræðingar vera miklu skýrari. Fróðlegt færi að fá ítarlegar skýringar á vef Veðurstofunnar meðan á svona hrinu stendur rétt eins og þeir gerðu oft í gosunum í fyrra.
Nafni minn Haraldsson spáði svo mörg eldgosum á síðasta og þessu ári að ég hætti að trúa honum þegar ekkert rættist, róaðist mikið við það ;-)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2011 kl. 22:01
Góður pistill og þarfur Sigurður.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.2.2011 kl. 01:11
mikill frodleikur herna
takk
Magnús Ágústsson, 28.2.2011 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.