Sandkassaleikur með fjöregg þjóðarinnar

Ríkisstjórnin lætur sér stjórnskipun landsins engu máli skipta og hún lemur frá sér við allt mótlæti, skelfingu lostin, og telur jafnvel Hæstarétt pólitískan óvin.

Innanríkisráðherra virðist gera sér grein fyrir stöðu sinni og hann áttar sig á að stjórnsýslan er flókin. Þess vegna getur hann að minnst kosti ekki í ljósi stöðu sinnar gengið gegn úrskurði Hæstaréttar vegna kosninganna  til stjórnlagaþings. Það væri einfaldlega pólitískt sjálfsmorð. Hann neitar að samþykkja að fara á svig við Hæstarétt rétt eins og hinir ráðherrarnir ætla að gera, tekur ekki þátt í þessum leik.

Enginn skyldi halda að þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar að lögleiða löglausan gerning sé eitthvað „smámál“, rétt eins og menn skjóti eignum undan gjaldþrota fyrirtæki eða breiði yfir nafn og númer meðan veitt er í landhelginni. Nei, hér á ríkisstjórn hlut að máli og hún GETUR EKKI hagað sér á þennan hátt. Afstaða innanríkisráðherra er auk þess engin syndaaflausn, hvorki fyrir ríkisstjórn né hann sjálfan. Taki hann ekki þátt í leiknum á hann að fordæma hann.

Þetta er svo svakalega ósvífið og alls ekki í anda þeirrar viðreisnar sem þjóðin krafðist í kjölfar hrunsins. Ríkisvaldið á að gera hlutina rétt en ekki vera í sandkassaleik með fjöregg þjóðarinnar, stjórnskipunina.


mbl.is Ögmundur ósammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband