Ólíkir siðir á Íslandi og Líbíu

Fráfarandi leiðtogi Líbíu ku hafa sést í ríkissjónvarpi landsins í 22 sekúndur í gærkvöldi. Hefur mörgum þótt það lengri tími en þörf var á miðað við þær aðstæður sem hann er kominn í.

Í ríkissjónvarpi Íslands sást Steingrímur J. Sigfússon í 20 mínútur í gærkvöldi. Þykir mörgum það einstaklega langur tími miðað við þær aðstæður sem hann er kominn í. Ræddi hann þó allan tímann um Icesave og varðist fimlega enda á þeirri skoðun að almenningur landsins eigi að greiða skaða sem óreiðumenn hafa valdið út útlöndum.

Ríkissjónvarpið hefur ekkert sýndi mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í gærkvöldi og er almenningur landsins bara sáttur við það. 

Ólíkt hafast menn að í Líbíu og Íslandi þegar almenningur herjar á ráðamenn. Þar hrynja varnir en hér sitja menn sem fastast. Þarf byltingu til að koma ríkisstjórninni frá, hún er löngu dauð.


mbl.is Gaddafi flutti 22 sekúndna ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband