Lætur ríkisstjórnin af hræðsluáróðri?
21.2.2011 | 09:10
Má skilja þessi orð Árna Páls Árnasonar, efnahagsráðherra, á þá leið að þegar síðasti Icesave samningur var til umræðu í þinginu og fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, hafi ríkisstjórnin iðkað hræðsluáróður? Ríkisstjórnin hvatti að minnsta kosti til samþykktar á samningnum og benti um leið á að allt færi nú til andskotans ef honum yrði hafnað. Þjóðin hafnaði samningnum og ekkert verra gerðist en að ríkisstjórnin hélt áfram, sem í sjálfu sér var afar slæmt.
Líklega bendir það til hræðsluáróðurs þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og spáð var. Það sem er eiginlega verst við þetta er að með svona áróðri er farið á svig við veruleikann og því haldið fram sem getur ekki gerst.
Ég held að Árni Páll árnason átti sig á þeim einfalda sannleika að ríkisstjórnin getur ekki komið tvisvar í röð og spáð heimsenda. Kominn er tími til að ræða málin á skynsamlegum og raunsæjum nótum. Grundvallaratriðið er að þjóðin stofnaði ekki til Icesave skuldarinnar og því hlýtur þrotabú Landsbankans að standa fyrir kröfunum rétt eins og við önnur gjaldþrot.
Fleira er eiginlega ekki um málið að segja, hverju svo sem Bretar og Hollendingar halda fram.
Ekki stórvægileg áföll heldur kyrrstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þó Árni Páll hafi verið óvenju spakur í þessu viðtali, er hann ekki laus við hræðsluáróðurinn. Hann er bara kominn á annan veg, hótar atvinnuleysi og verri kjörum fólks.
Þetta er að vísu ekki sama heimsendaspáin og fyrir ári síðan, en samt hræðsluáróður.
Hvernig væri ef stjórnvöld tækju nú nýja stefnu og legðu fram trúverðug rök í málinu? Þá gætu kjósendur lagt sitt mat á hvað það á að kjósa, jafnvel "ískalt mat".
Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.