Er stytting hringvegarins forgangsmál?

Já, styttum leiðina til Akureyrar jafnvel þó kostnaðurinn við vegagerðina sé minnst 150 milljónir króna á hvern kílómetra sé eða 311 milljónir á hverja mínútu. Frábær hugmynd enda er vegakerfi landsins nú ekki upp á marga fiska.

Þó svo að þjóðvegur nr. 1 sé víðast með bundnu slitlagi þá eru margir vegir enn eins og tíðkaðist í gamla daga. 

Þingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson virðast ekki skilja alvöru málsins, velta greinilega ekki fyrir sér hvernig eigi að koma í veg fyrir gildrurnar á vegunum sem valda dauða og alvarlegum slysum. Af þeim má nefna:

  • Malarvegina 
  • Einbreiðu brýrnar
  • Mjóu vegina (vegir eru ótrúlega misbreiðir)
  • Ekki skilið á milli akstursstefna 
  • Ósléttu veginu
  • Kröppu beygjurnar
  • Öfugan halla í beygjum

Og þetta er bara hluti af því sem kemur upp í huga þess sem ekur víða um landið. Er ekki hægt að sameinast um að leysa úr aðkallandi endurbótum frekar en að reyna að stytta veginn til Akureyrar um sex mínútur? Þá skal ég með glöðu geði samþykkja vegagerðina yfir fúamýrarnar vestan við Svínavatn. 

 


mbl.is Vilja stytta hringveginn um 14 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stytting leiðarinnar um 14 km. til Akureyrar, fækkar slysum um 3-4%. Finnst þér það lítið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2011 kl. 18:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er nýr flötur á málinu, Gunnar, að þjóðvegurinn frá vegamótum við Svínvetningabraut og ca. að Hvammi í Langadal sé svo hættulegur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.2.2011 kl. 18:22

3 Smámynd: Promotor Fidei

Mig grunar að þingmennirnir hafi ekki hugsað þetta mál til enda, frekar en svo oft áður.

Ferðatíminn er sennilega styttur um 8 mínútur og 45 sekúndur, sem er gott og vel, en tímastyttingin og hagræðið er ekki af þeirri stærðargráðu að vegtollarukkun sé raunhæf -hvað þá ef maður hefur í huga hve létt umferðin er um veginn.

Vegtollar eru rukkaðir erlendis á vegum þar sem ferðatíminn er styttur svo um munar, og umferðin yfirleitt þyngri en á nokkrum íslenskum vegi.

Ef tímasparnaðurinn er of stuttur, umferðin lítil, og vakta þarf innheimtubás allan sólarhringinn, er ég hræddur um að enginn græði og síst af öllu þeir sem nota þurfa veginn.

Ef hins vegar að ég hef rangt fyrir mér er alveg sjálfsagt að einkafyrirtæki taki að sér lagningu og rekstur vegarins.

Promotor Fidei, 14.2.2011 kl. 18:45

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála þér, en hvaða einkafyrirtæki myndi bjóða sér þá kosti sem þessir þingmenn ætla ríkissjóði að axla?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.2.2011 kl. 18:50

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Merkilegt hvernig þeir ná að para sig saman, mestu kjánarnir á þinginu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.2.2011 kl. 19:39

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stytting hringvegarins um 41 kílómetra við Hvalfjörð kostaði líkast til 60 sinnum meira en stytting um 14 kílómetra í landi Blönduósbæjar. Hvað hefði verið hægt að afnema margar einbreiðar brýr fyrir kostnaðinn af gerð Hvalfjarðarganga?

Voruð þið á móti gerð ganganna? Mynduð þið gjarnan vilja að þau hefðu ekki ver ið gerð? Stytting hringvegarins um land Blönduósbæjar er lang hagkvæmasta vegaframkvæmd sem möguleg er á landinu, borgar sig upp á undra skömmum tíma og er hlutfallslega miklu hagkvæmari en gerð Hvalfjarðarganganna var. 

Eftir að vegagerðin verður búin að borga sig upp mun ábatinn skila sér í þjóðarbúið á hverju ári. 

Styttingin er meiri en tæpar níu mínútur því að við losnum við nokkra kílómetra inni í þéttbýlinu á Blönduósi, þar sem hámarkshraði er lækkaður um helming.  

Núverandi hringvegarkafli í utanverðum Langadal er einn af verst þokkuðu illviðrakafla á veginum að vetrarlagi þar sem fjöldi slysa og óhappa hefur orðið. 

Vísa að öðru leyti í blogg mitt um þetta. 

Ómar Ragnarsson, 15.2.2011 kl. 00:08

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Ómar. Höfum eitt þó á hreinu: Ég er aðeins einn með bloggið. Þú getur ekki með nokkurri sanngirni ávarpað mig í annarri persónu fleirtölu þó svo að ég sé sannfærður um að flestir hljóti að vera sammála mér.

Grundvallaratriðið í pistlinum er hins vegar þetta: Miðað við ástand hringvegarins og vegakerfisins er mikilvægast að laga galla og slysagildrur frekar en að hlaupa til í rándýrar styttingar. Nýr vegur og brú yfir Hornafjarðarfljót er þó dæmi um miklu brýnni styttingu á hringveginum.

Einbreiðar brýr eru stórhættulegar og ættu ekki að líðast. Sama er með hringveginn sem ekki er allstaðar jafn breiður, engin skil á milli aksturstefna o.s.frv.

Stytting hringvegarins er lúxus sem þjóðin hefur ekki efni á meðan vegakerfið er jafn gallað og það er.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.2.2011 kl. 00:39

8 Smámynd: Dexter Morgan

Ætli Sigmundur hafi nokkuð lesið þetta frumvarp, frekar en frumvarpið sem hann lagi fram með Árna Johnsen, um að neyða íslenskan ríkisborgararétt inn á norska konu. Þetta er allt jafn vitlaust. Það, að Tryggvi og Sigmundur, leggi þetta fram lyktar langar leiðir af kosningaskjálfta. Þeir eru að reyna að vera "góðu gæjarnir" fyrir "sitt" kjördæmi, en búa hvorugur hérna.

Dexter Morgan, 15.2.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband