Þingmenn endurskoði tengsl sín við þjóðina
14.2.2011 | 17:02
Vandi Alþingis Íslendinga virðist einkum vera fólginn í afar slökum tengslum við þjóðina. Sprungan virðist vera orðin að gjá sem fer hægt og hægt breikkandi. Fyrir síðustu kosningar heyrði ég oft þá kenningu að til þess að þjóðin gæti risið undir efnahagshruninu þyrfti að skipta út þingmönnum allra flokka. Mér fannst þetta fjarstæða en hef oft velt þessu fyrir mér eftir því sem á hefur liðið og ríkisstjórninni tekist að gera vont verra.
Umræðan um Icesave samninginn nýja hefur valdið vanlíðan meðal fólks. Sumir skilja ekki hvers vegna sífellt sé verið að ræða þetta Icesave mál en aðrir, og þeir sem betur eru að sér, skilja ekki hvers vegna löggjafarþingið ætlar að samþykkja ríkinu að greiða óreiðuskuldir íslensks fyrirtækis í útlöndum. Fyrir rúmu ári hafnaði þjóðin samningi við Breta og Hollendinga um svokallaða Icesave skuld. Nú er annar samningur kominn á borðið og skuldin og kjörin orðin með öllu viðráðanlegri.
Ég held nú samt að flestir skilji ekki hvers vegna ætlunin er að láta ríkisvaldið ábyrgjast þessa kröfu sem Bretar og Hollendingar eiga víst sannarlega á gamla Landsbankann. Heilaþvottur fjölmiðla er þó slíkur að fjölmargir telja hér vera skuld sem ríkisvaldið á að inna af hendi. Þar af leiðandi telur 40% landsmanna að skuldin hafi orðið til á löglegan hátt eða þeir séu einfaldlega orðnir svo drulluleiðir á umræðunni um þetta óskiljanlega Icesave að þeir vilja frekar hærri skatta en sífelldan glymjandan í eyrunum.
Við hin, sextíu og tvö prósentin, skiljum ekkert í þessari meintu skuld og hún sé ekki á neinn hátt lögleg. Í það minnst er gott að hér sé komin niðurstaða í viðhorfskönnun um þennan svokallaða samning. Það fær eflaust forseta Íslands og formann og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eitthvað til að hugsa um. Fyrir þá síðarnefndu kann að vera að þeir endurskoði tengslin við þjóðina.
Meirihluti vill þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður, ég er farin að hallast að því að þessi 38% haldi að ríkissjóður sé sjálfbært apparat sem getur tínt seðla upp úr hatti sínum líkt og töframaður kanínur.
En á meðan 62% þjóðarinnar hefur það á hreinu hverjir það eru sem borga brúsann ríkissjóðs er enn von.
Kolbrún Hilmars, 14.2.2011 kl. 17:43
Kolbrún, skattar fjármálaráðherrans eiga að skaffa fé til að greiða skuld einkafyrirtækis í Bretlandi og Hollandi. Hver getur samþykkt slíkt, þ.e. ofurskattheimtu og ríkisábyrgð á skuldinni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.2.2011 kl. 17:46
Mér skilst að fjármálaráðherrann hafi fundið 26 milljarða til þess að greiða breskum í vexti af Icesave - rétt si sona!
Á sama tíma skortir nýja "útrásar"bankann hans 63 milljarða til þess að greiða þrotabúi forverans.
Við eigum sjálfsagt eftir að sjá ný og spennandi töfrabrögð þessu tengd - en við viljum ekki greiða sýningarkostnaðinn.
Kolbrún Hilmars, 14.2.2011 kl. 18:13
Það eru allir orðnir dauðleiðir á þessu máli og spurning hvort ekki er hægt að koma valmöguleika inní væntanlega þjóðaratkvæðisgreiðslu um að loka á fleiri samninga varðandi það.............
Eyþór Örn Óskarsson, 14.2.2011 kl. 21:49
Icesave voru svikamilla görspilltra hvíflibbaglæpamanna og á engan hátt á ábyrð ófæddra Íslendinga. Bretar og Hollendingar geta rætt við Stjórnendur Landsbankans um það að fá þetta borgað.... ekki okkur,,, NEI TAKK!!
Friðgeir Sveinsson, 14.2.2011 kl. 23:22
kjósum.is
Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2011 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.