Ríkisstjórn mistaka eða bara vanhæf ...

Mistakastjórn. Er það ekki réttara nafn frekar en norræna velferðarstjórnin. Annars veit ég ekki hvort er verra fyrir ríkisstjórn að hafa gert svo ótal mörg mistök eða vera almennt svo vanhæf ríkisstjórn að eiginlega ekkert af því sem máli skiptir gengur upp.

Sorglegt, en þetta eru nú engu að síður þær staðreyndir sem blasa við almenningi. Ríkisstjórnin lætur líðast gríðarlegt atvinnuleysi, landflótta, svíkur loforð um að laga skuldastöðu heimilanna, fer á bak við fyrirtækin í landinu sem vantar rekstrarfé ...

  • Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra klúðra þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnlagaþing. Hvorugt telur sig bera nokkra ábyrgð og þverneita að segja af sér.
  • Forsætisráðherra og fjármálaráðherra fengu Alþingi til að samþykkja drápsklyfjar á þjóðina með Icesave frumvarpinu fyrra. Það var kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu en hvorugt telur sig ábyrgt og þverneita að segja af sér.
  • Fyrrum félagsmálaráðherra reyndi að koma flokksgæðingi að sem forstöðumanni umboðsmanni skuldara og hann var gerður afturreka en sér ekki nokkra sök á eigin klúðri.
  • Umhverfisráðherra reynir að koma höggi á Landsvirkjun og Flóahrepp og neitar að staðfesta aðalskipulagið. Dómstólar gera hana afturreka en hún kannast engu að síður ekki við nein mistök og ætlar auðvitað að sitja áfram.

Hversu alvarleg mistök þarf ríkisstjórn að gera til að hún segi af sér? Þarf annað hrun að verða í efnahagslífi þjóðarinnar ... úbs, það hefur þegar orðið, ríkisstjórnin hefur fryst efnahagslíf þjóðarinnar. Ekkert gerist, allt er lokað.

Þetta eru ekki meðmæli með einni ríkisstjórn. Hún á að bera fulla ábyrgð á mistökum sínum og segja af sér. Þjóðin á að fá að ganga til kosninga og kjósa nýtt löggjafarþing. Við þurfum endilega að losna við nokkra þingmenn sem reynst hafa óþarfir og þjóðinni andsnúnir. Fólk sem leggur í vana sinn að gera mistök eða er almennt vanhæf ef dæma má af verkum þeirra á auðvitað að hætta.


mbl.is Svandís segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er sorglegt að vera með þessa ríkisstjórn en það sem er sorglegra er að stjórnarandstaðan er ekki árennanleg. Við verðum að fá ný "alvöru" framboð og kveðja þennan "fjórflokk". Ég set síðan ? við Hreyfinguna.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.2.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband