Byrja þeir nú með þetta leikrit sitt ...

Enn og aftur upphefst þetta leiðinda leikrit vinnuveitenda og ASÍ. Einn daginn fallast þessir aðilar hreinlega í faðma og hinn daginn rífast þeir eins og gráir kettir. Þetta er bara leikrit. Sett upp til að kasta ryki í augu launþega, fá þá til að halda að verkalýðsrekendur séu nú aldeilis að vinna fyrir kaupinu sínu og sinna gamaldags stéttarbaráttu og launþegakúltúr. Og atvinnurekendurnir standa fastir fyrir og þykjast byggja á samstöðu og alvarleika máls. Ekkert af þessu stenst enda feluleikur fyrir fjölmiðla.

Tímarnir hafa breyst. Í dag ganga ekki svona vinnubrögð. Við lifum á upplýsingaöld, allt er í seilingafjarlægð og samband fólks þarf ekki að vera stirt og erfitt. Svona leikrit var kannski einu sinni skemmtilegt en sá tími er liðinn. Menn þurfa ekki lengur að rjúka á dyr með hurðaskellum, neita að mæta á fundi eða setja verkbönn og verkföll. Nándin milli fólks er miklu meiri en leikararnir vilja vera láta.

Er það virkilega svo að upplýsingar um stöðu atvinnulífsins séu eitthvað leyndarmál svo ekki sé talað um kostnað við framfærslu og annað sem við launþegar byggjum tilveru okkar á? Ó nei, þetta liggur allt ljóst fyrir.

Geta þessir leikendur í farsanum ekki haldið áfram að ræðast við í síma eða augliti til auglitis, skipst á tölvupóstum og gengið einfaldlega frá einföldum samningi um laun og kjör?

Eru kannski samningar launþega og vinnuveitenda einhver geimvísindi sem eru aðeins á færi örfárra manna með milligöngu sérlegs sáttamanns ríkisins?

Nei. Þetta eru einföld mál. Það eina sem vantar er kjarkur til að taka afstöðu.

Verkföll og verkbönn eru gamaldags úrræði sem aldrei á að brúka. Hvað þá að lykilhópar geti tekið heilt þjóðfélag í gíslingu og hótað stórkostlegum efnahagslegum skaða sé ekki látið undan kröfum þeirra. Þetta má ekki gerast og á ekki að gerast. Nauðsynlegt er að sparka rækilega í þjóhnappa slíkra hópa og kenna þeim að vera með í að reka þjóðfélag.

Gleymum svo ekki lygunum. Báðir eru samsekir um að fela raunverulegar stöðu launþega með óskaplega flóknum samningum sem er ekki nema á færi vísindamanna að lesa út úr. Eitt launþegafélag ma ekki vita hvað annað semur um. Svo rífast þeir þess á milli um hvað launþegar hafa í laun, brúttó, nettó, með eða án einhvers og svo framvegis.

Hvernig væri að þetta lið færi nú vinna að því að ná þjóðfélaginu upp úr vandanum eftir bankahrun og ómögulega ríkisstjórn. 


mbl.is Áfangi að vinna sé að hefjast á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Steingrímsson

Og fjölmiðlarnir spila með sem aldrei fyrr í þessu leikriti.  Ótrúlegt en satt.  Hvernig skildi annars kennslu í fjölmiðlun annars vera háttað í háskólanum.  Hún er augljóslega ekki upp á marga fiska. Það sést ekki bara í þessu máli............ekki satt.  Kröfur stjórnenda stóru fréttastofnanna til starfsmanna ennþá minni en háskólans. 

Valbjörn Steingrímsson, 10.2.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband