Nýr iPad, ástæða til að kaupa

Nú er komin reynsla á iPad og er greinilegt að hann er framtíðartækið. Ég hef haldið í heiðri það sem einhver vís maður sagði að aldrei skildi kaupa fyrstu útgáfu af tæki. Hvort þetta sé gáfulegt eða ekki þá er ætla ég að kaupa iPad í vor. Að öllum líkindum kemur hann út í apríl og verður kannski kominn í Eplisbúðina hér á landi í maí.

Þá er það spurningin með verðið. Ég hef þá trú að það verði mjög svipað og verðið á iPad er í dag, það er allt að ca. 130.000 krónur. Annars er aldrei að vita nema fjármálaráðherra sjá í þessu tæki til að auka tekjur ríkissjóðs.


mbl.is Upplýsingar um nýja útgáfu af iPad birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

vís maður sagði að aldrei skildi kaupa fyrstu útgáfu af tæki
 
 
 
Já en kæri Sigurður, þá fengjum við aldrei neinar nýjungar ef allir færu eftir þessu.
 
Þessi maður er ekki vís. Heldur fávís.
 
Afsakið
  

Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2011 kl. 09:12

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð athugasemd, Gunnar. Við hinir nýjungagjörnu eru oft svo hvatvís og vitlaus að við kaupum hvað sem er án nokkurrar umhugsunar. Sá vísi maður bætti því við; láttu aðra um að kaupa fyrstu útgáfuna, kauptu sjálfur þá næstu og líklega færðu þá fullkomnari grip.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.2.2011 kl. 09:18

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já. En tvíeggja er þetta Sigurður. Því í fyrstu útgáfum eru oft dýrari og betri líkamlegir innviðir en í þeim sem á  eftir koma. Allt stendur og fellur með fyrstu útgáfunni. Hún er því oft vönduðust, að mínu mati. Hún þarf að þola nálaraugaskoðun þá sem nýjungar þurfa að fara í gegnum svo það geti orðið um næstu útgáfu að ræða. Hugbúnaðaruppfærslur leysa svo sálarflækjur sem kunna að hafa verið um borð. 

Ég er samt ekki sjálfum mér samkvæmur hér ;) Það gerir okkur að tveimur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.2.2011 kl. 09:29

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, en mér sýnist þú hafa nokkuð til þíns máls. leggjum til hliðar fjölvísina; hvatvísi, fávísi og hvað þetta var. Ég kaupi í það minnst næsta iPod -sýnist hann eigulegri.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.2.2011 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband