Þrefalt réttarfarslegt hneyksli
5.2.2011 | 21:42
Ég er ekki viss um að almenningur skilji neitt í þessari málshöfðun á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Hvers vegna? Jú, af þeirri einföldu ástæðu að ég er eiginlega hættur að skilja neitt í henni heldur.
Það sem er í raun undarlegast, fyrir utan að aðeins einn maður var dreginn til ábyrgðar fyrir Landsdómi, er sú staðreynd að enn hefur hvorki rekið né gengið í málinu. Flestir héldu að nú um leið og ákveðið var að höfða mál færi fram málarekstur. Nei, það var ekki gert heldur er var ráðinn sérstakur saksóknari sem hefur það eitt sem verkefni að reyna að kanna hvernig hægt er að láta þann óþverra tolla sem nefnd Atla Gíslasonar, þingmanns, fann upp.
Það er einfaldlega mikið ranglæti að maður sé kærður og þurfi í upp undir hálft ár að bíða eftir því að réttarhöldin hefjist. Það er eitt réttarfarsleg hneyksli fyrir utan að að eiginlega veit enginn hvort ákæru á hendur manninum standist yfirleitt. Hið þriðja réttarfarslega hneykslið er einfaldlega úreltur og gamaldags Landsdómur sem enginn virðist vita hvernig eig að starfa.
Réttarfarslegt hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki skil ég upp né niður í þessum málaferlum á hendur Geirs H Haarde, en Sigurður, sérstakur saksóknari var ekki settur til handa Geir H, og hefur gert annsi mun meira en að rannskaka hanns mál, þú segir að mér finnst óvarlega:
"Nei, það var ekki gert heldur er var ráðinn sérstakur saksóknari sem hefur það eitt sem verkefni að reyna að kanna hvernig hægt er að láta þann óþverra tolla sem nefnd Atla Gíslasonar, þingmanns, fann upp."
Hvað meinar þú með þessu?
Guðmundur Júlíusson, 6.2.2011 kl. 00:59
Sæll, Guðmundur. Það sem ég meina er einfaldlega það, að enn eru málaferlin ekki hafin. Í augnablikinu man ég ekki eftir því hversu langan tíma Atla-nefndin starfaði. Það endaði með ákæru og nú er að verða liðið hálft ár frá því það gerðist. Hvað á maður að halda þegar ekkert gerist eftir svona langan undirbúning? Var ekkert hald í Atla-nefndinni? Eða á ákærður maður það skilið að hanga í lausu lofti eins lengi og þarf? Er hann réttlaus?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.2.2011 kl. 01:42
Nei, hann er það að sjálfsögðu ekki, ( það er ekkert nýtt að menn þurfi að biða með að verða dæmdir í þessu landi) en bíddu rólegur, útrásarliðið mun á endanum fá sína refsingu, en ég er hinsvegar ekki hrifinn af því ferli sem Geir H fær hjá "dómstólum"
Guðmundur Júlíusson, 6.2.2011 kl. 01:58
Ég hef nú aldrei skilið þessa kæru, bara á hendur honum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2011 kl. 10:57
Sammála því, en Ísland er ekkert réttarfarsríki. Frekar en Svíþjóð. Réttarfarsríki eru Frakkland, England og Bandaríkin ... Ísland er bara bananalýðveldi, sem nú er á nornaveiðum til að geta krossfest einhvern.
Því miður.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.