Icesave undir dóm þjóðarinnar

Rök Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, fyrir afstöðu sinni til Icesave samningsins eru góð og gild. Það er ekki þar með sagt að allir þurfi að vera sammála honum eða þingmönnum flokksins. Persónulega er ég ekki sammála honum í því að samþykkja Icesave í þinginu en ég virði skoðanir hans.

Hitt er svo annað mál að og á það ber að leggja áherslu að fyrri Icesave samningurinn var líka samþykktur í þinginu, Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn honum og andstaða hans og annarra hópa í þjóðfélaginu leiddi til þess að forseti lýðveldisins neitaði að staðfesta lögin og þau voru þar af leiðandi lögð undir dóm þjóðarinnar sem felldi hann nær einróma.

Miðað við forsöguna skiptir nú mestu máli að nýi samningurinn verði lagður undir dóm þjóðarinnar. Samþykkt eða synjun hans á þingi skiptir minna máli. 


mbl.is Ekki gegn ályktun landsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fellum alla samninga um að borga fyrir þýfi örfárra glæpamanna! Íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina einustu krónu! Auk þess er ólöglegt skv. Evrópulögum að setja ríkisábyrgð á innstæðutryggingasjóði fjármálastofnana.

corvus corax, 5.2.2011 kl. 15:19

2 Smámynd: Elle_

Nei, ríkissjóður á ekki að borga ICESAVE, þetta er lögleysa gegn skattgreiðendum landsins.  Við vorum líka búin að segja NEI.

Elle_, 5.2.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Komumst við upp með að borga ekki?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.2.2011 kl. 15:56

4 Smámynd: Elle_

Veit það ekki, Sigurður.  Ætli við verðum ekki bara að bætast í hóp landflóttamanna ef þjóðin getur ekki fellt nauðungina og ræður ekkert við óstjórnina? 

Elle_, 5.2.2011 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband