Óvönduđ skrif eru smitandi sjúkdómur

Jónas Kristjánsson er einn ţeirra höfunda á netinu sem ég les oft. Ég er ekki alltaf sammála honum enda les ég hann eins og marga ađra til ađ afla mér upplýsinga, vita svona hvernig landiđ liggur.

Ég ber engu ađ síđur mikla virđingu fyrir Jónasi enda er hann góđur skríbent. Held ađ margir mćttu til dćmi lesa og lćra einfaldar reglur um stil sem hann birtir á vefsíđu sinni. Og hann skrifar stutt sem ađ sumu leyti er kostur en getur valdiđ ónákvćmni og misskilningi.

Stór hluti ţeirra sem skrifa ađ stađaldri í blöđ og vefsíđur láta fara frá sér slćma pistla, hugsa ekki hugsun sína til enda, skrifa einfaldlega ţađ sem ţeim dettur í hug, strika ekkert út, láta allt vađa og lesa aldrei yfir. Ónefnd er hér nástađa orđa sem alla frásögn ćtlar lifandi ađ drepa í bloggi, útvarpi, sjónvarpi og prentuđum texta. Og allt ţetta verđur til ţess ađ fleiri og fleiri halda ađ ţađ sé bara allt í lagi ađ vanda sig ekki, ţetta er eins og smitandi sjúkdómur sem breiđist út um landiđ og miđin.

Reglur Jónasar eru ţessar:

 

  1. Skrifađu eins og fólk, ekki eins og frćđimenn.
  2. Settu sem víđast punkt og stóran staf.
  3. Strikađu út óţörf orđ, helmingađu textann.
  4. Forđastu klisjur, ţćr voru sniđugar bara einu sinni.
  5. Keyrđu á sértćku sagnorđi og notađu sértćkt frumlag.
  6. Notađu stuttan, skýran og spennandi texta.
  7. Sparađu lýsingarorđ, atviksorđ, ţolmynd og viđtengingarhátt.
  8. Hafđu innganginn skýran og sértćkan. 

 

Daglega birtast greinar í dagblöđum sem eru allt of langar, jafnvel minningargreinarnar í Mogganum reynast oft innihaldsrýrar en ţeim mun meira af mćrđarfullu lofti. Jafnvel vel hugsađar greinar líđa fyrir framsetninguna.

Og fyrirsagnirnar, mađur lifandi. Hvers vegna vanda pistlahöfundar ekki meira til ţeirra atriđa sem mestu skipta? Fyrirsagnirnar lađa fólk ađ, ţćr eiga ađ vera lýsandi fyrir efni greinarinnar og um leiđ grípandi. 

Stjórnmálamenn eiga í miklu basli međ ţetta. Jóhanna er óskýr, Steingrímur skrifar og langt, var betri í stjórnarandstöđu, Ögmundur er óskaplegur langhundur og óskemmtilegur, Einar Kr. skrifar of langar setningar og er afar lengi ađ koma sér ađ efninu, Ómar Ragnarsson skrifar alltof langt og mikiđ en er hefur ţó léttan stíl, mćtti ţó salta marga pistla og endurskođa, Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson er nokkuđ glúrinn skríbent en vantar ţjálfun, Sigurđur Kári Kristjánsson er hefur einfaldan stíl og árangursríkan en skrifar alltof, alltof langt og fleiri mćtti nefna.

Yfirleitt ţjáist blogg og greinaskrif af ómálefnalegri nálgun ţar sem kappiđ hleypur međ menn í göngur og talsmátinn verđur eins og hjá unglingum eđa á kaffistofum ţar sem allt má flakka í hita leiksins. Ţannig ćtti enginn ađ skrifa.

Skrif kosta tíma og fyrirhöfn en verđa ađ nokkru leyti auđveldari međ tímanum. 

Úbbs. Ţetta er orđiđ langt blogg međ mörgum innsláttar- og stafsetningarvillum og ekkert sagt um upplýsingaöflun. Mál ađ hćtta, en ég hef ţó lesiđ pistilinn yfir og lagađ. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband