Er Róbert blóraböggull ríkisstjórnarinnar?
27.1.2011 | 13:21
Meira er spunnið í Róbert Marshall, þingmann Samfylkingarinnar en en ég bjóst við fyrirfram. Hann biður þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem leiddu til að Hæstiréttur ógilti kosningarnar um stjórnlagaþingið. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna tek ég afsökunarbeiðninni með þeim fororðum að hann geri þetta aldrei aftur og vandi sig betur eftirleiðis.
Ekki hefur það flögrað að forsætisráðherra eða innanríkisráðherra að biðja þjóðina afsökunar. Kannski halda þau að Róbert sé hentugur blóraböggull en auðvitað er það mikill misskilningur.
Hitt er svo annað mál að hugsanleg afsökunarbeiðni forsætisráðherra ber auðvitað að skoða í ljósi þess sem ríkisstjórnin ákveður um framhald málsins. Ætli hún að svindla sér framhjá Hæstarétti og skipa þá sem náðu kjöri í kosningunum í stjórnlagaþingsnefnd þá hefur hún enn unnið gegn þjóðinni og anda laganna. Ekki er víst að þá finnist hentugur blóraböggull enda mistök ríkisstjórnarinnar þvílíkar að jaðrar við kæru til landsdóms.
Og einhvern tímann hlýtur hin ótrúlega framganga ríkisstjórnarinnar í stjórnsýslunni að koma henni í koll.
Biður þjóðina afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert spunnið í hann Sigurður, hann er bara með Jésú komplex
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.1.2011 kl. 13:46
Jú, Jóhannes. Þetta er fínn strákur, vill vel og reynir að standa sig. Gerum ekki lítið úr manni sem þó reynir sitt besta.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2011 kl. 13:48
Já ég er sammála þér Sigurður og það er ljóst eftir þessum orðum hans að í kosningu er hann að tala sig...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.1.2011 kl. 13:56
Þetta var allt mér að kenna.
Hörður Sigurðsson Diego, 27.1.2011 kl. 16:51
Vondur strákur, Hörður.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2011 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.