Stórfelldar uppsagnir skólafólks yfirvofandi
27.1.2011 | 08:39
Segja má að útilokað sé að skera niður útgjöld í grunnskólum Reykjavíkur nema fækka starfsfólki. Þar er stærsti útgjaldaliðurinn. Borgaryfirvöld ætla að vaða í þann lið og búast má við stórfelldum uppsögnum í skólunum.
Fjölda skólaliða verður sagt upp, starfsfólki fækkað í bókasöfnum og jafnvel hefur komið til athugunar að segja skólastjórum upp og setja stjórnun skólanna undir menntasvið.
Sárast mun foreldrum og skólafólki eflaust finnast leikaraskapurinn í kringum allt þetta því sett hefur verið upp leikriti sem á að bera með sér að samráð hefur verið haft við alla aðila. Hins vegar hefur ákvörðunin þegar verið tekin. Öllum er ljóst að frekari samdráttur í rekstri grunnskóla Reykjavíkur er útilokaður nema skera niður launaliðinn. Það er næst á dagskránni að fara eins að með skólanna eins og Orkuveituna, skera mannskapinn niður við trog. Svo vona borgaryfirvöld að enginn sjái í gegnum leikaraskapinn. Borgarstjórinn hefur þannig komist sæmilega klakklaust í gegnum tæp tvö ár.
Segi fólk svo að Besti flokkurinn standi ekki undir nafni ... eða þannig. Og enginn spyr hvort þjónustan eftir niðurskurð sé ásættanleg eða samkvæmt lögum.
Talsverð ringulreið í skólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.