Atlantsolía gerir athugasemdir

Okkur neytendum finnst oft að á okkur sé brotið og vissulega sýna dæmin að svo sé. Það er þó ekki einhlýtt eins og flestir vita.

Í gær, um kl. 13:17, skrifaði ég um bensínverð. Málavextir voru þeir að olíufélögin gáfu afslátt af eldsneyti vegna árangurs landsliðsins í HM í handbolta. Ég gagnrýndi að verðlækkunin eða afslátturinn hafði ekki náð til landsbyggðarinnar og einskorðaðist að mestu við höfuðborgarsvæðið.

Upplýsingar um eldsneytisverð hafði ég fengið nokkrum mínútum áður af vefsíðunni gsmbensín.is. Þá síðu hef ég hingað til talið frekar áreiðanlega.

Atlantsolía gerir nú athugasemdir við umfjöllun mína og fullyrðir að lægra verð hafi verið komið á allar stöðvar fyrirtækisins fyrir hádegi þennan dag. Við þær upplýsingar hef ég ekkert að athuga enda ber ég ekki ábyrgð á því sem kemur fram á gsmbensin.is.

Það er svo annað mál að Atlantsolía, sem einu sinni var eftirlæti flestra vegna verðlagningar sinnar, virðist nú vera með sama eða svipað verð og önnur olíufélög. Ástæðurnar geta verið margvísleg en ljóst er að fyrirtækið þarf að taka sig á í markaðsmálum og almannatengslum og vekja athygli á sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband