Gerum ekki óraunhæfar kröfur til landsliðsins
19.1.2011 | 08:35
Varla er tilviljun að vel gangi hjá landsliðinu. Skiptir þar mestu góður og nákvæmur þjálfari sem skipuleggur og rannsakar andstæðingana og svo gríðarlega skynsamir einstaklingar sem mynda frábæra heild.
Hér á árum áður var dómurunum yfirleitt kennt um slakan árangur íslenska landsliðsins í handbolta, sjaldnast ónógri þjálfun eða eigin mistökum. Kannski eru dómararnir á HM svona góðir. Grínlauns, þegar vel gengur þarf vissulega ekki að finna blóraböggla.
Norðmenn eru með betra lið en Austurríkismenn og líklegast svipað að getu og það íslenska. Munurinn mun án efa ráðast af þolinmæði, einbeitni og vinnusemi annars liðsins, vonandi þess íslenska. Fyrri hálfleikurinn á móti Austurríki var svona dæmigerður áætlaður sigurleikur þar sem allt átti að gerast fyrirhafnarlaust.
Gott landslið í handbolta skiptir miklu máli og það getur án efa náð langt. Munum að Íslendingar eru bara rétt rúmlega 300 þúsund. Hvað er hægt að ætlast til að við náum langt á þessu móti. Þrátt fyrir silfur á Ólympíumóti er hver sigur á HM jafnvirði gulls fyrir litla þjóð. Munum það og gerum ekki óraunhæfar kröfur til landsliðsins.
Það verður stríð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst það bæði sanngjörn og hófleg krafa að landsliðið vinni þetta mót og verði heimsmeistarar.
Allt annað er aumingjaskapur.
Hörður Sigurðsson Diego, 19.1.2011 kl. 08:47
Sammála því, Hörður. Verra væri ef við gerðum óraunhæfar kröfur til landsliðsins ;-)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.1.2011 kl. 08:50
En þeir spila allir úti í þessum stóra heimi og í sterkum deildum....Mér finnst þetta tal svona svona um að við séum bara um 300 þús...
Þeir eru góðir og fyrir mitt leyti er topp 3 bara eðlilegt...ef td 5 sæti eða neðar bara dapurt..
Halldór Jóhannsson, 19.1.2011 kl. 09:32
Landslið margra stærri þjóða standa okkar langt að baki. Í því er mesti sigurinn fólginn. Svo getum við talið upp þrjár til fimm þjóðir sem eru okkur fremri. Við reynum okkur við þau en verum raunsæ, næg eru vonbrigðin hérna heima.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.1.2011 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.