Sameiginlegir sjóðir landsmanna standa undir vegagerð
12.1.2011 | 15:38
Það er rétt hjá Neytendasamtökunum að með vegtollum til og frá höfuðborgarsvæðinu er verið að rjúfa þjóðarsátt og mismuna almenningi.
Hins vegar skil ég ekki þá fullyrðingu í ályktuninni að til standi að skattleggja sérstaklega íbúa á suðvesturhorninu vegna framkvæmda á landsbyggðinni.
Staðreyndin er einfaldlega sú að vegagerð í landinu er tekin úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og þannig á það að vera, eldsneyti er skattlagt sem og ökutæki. Hvergi á landsbyggðinni eru framkvæmdir í gangi og þær fjármagnaðar eingöngu af íbúum á höfuðborgarsvæðinu.
Annað hvort eru þetta mistök í ályktun Neytendasamtakanna eða hreinlega rangfærsla.
Það er síðan allt annar handleggur að ríkisstjórnin ætlar að fara að njósna um ferðir landsmanna með því að gera þeim skylt að hafa í bílum sínum búnað sem gefur stjórnvöldum skýrslu um aksturinn. Verði af þessu er freklega brotið á friðhelgi heimila og frelsi fólks. Ég veit að barist verður hatrammlega gegn þessum njósnum.
NS á móti vegatollum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.