Allir frambjóðendur hljóta að vera málsaðilar

Þetta er einhver misskilningur. „Kjörnir“ fulltrúar á stjórnlagaþingi eru ekki þeir einu sem eiga rétt á að skoða greinargerðir dómsmála- og mannréttindaráðuneytis. Aðrir frambjóðendur frambjóðendur hljóta að eiga rétt á að kynna sér greinargerðirnar og gefa umsagnir.

Kærurnar lúta að framkvæmd kosninganna og þar af leiðandi geta verið áhöld um að þeir sem hafa fengið kjörbréf séu einfaldlega ekki rétt kjörnir. Þess vegna eiga allir frambjóðendur aðild að málinu. 


mbl.is Fulltrúar fá að tjá sig um kærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Er ekki rétt að almenningur - sem kaus jú þetta fólk - fái líka að segja sitt álit?

Var kanski eitthvað sem við hefðum átt að gera með öðrum hætti ? Hvað gerðum við rangt -hvað misskildum við?

Er ekki rétt að veita okkur betri upplýsingar og þar á eftir að endurtaka kosninguna ?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.12.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fyllilega sammála þér, ólafur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.12.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband