Er hægt að nota svona orðalag?

Fjölmargir anda að sér reyk, sem sé, þeir reykja. Aðrir geta gegn vilja sínum þurft að anda að sér reyk, t.d. við varðeld, útblástur bifreiðar eða á einhvern annan hátt. Verra er að verða fyrir reykeitrun. Slíkir þurfa að fara á sjúkrahús til einhverrar meðhöndlunar.

Sá sem „andaði að sér nokkrum reyk“ á Hofsósi hefur líklega fengið reykeitrun enda er „líðan mannsins [...] nokkuð góð, að sögn vakthafandi læknis á Heilbrigðisstofnuninni [á] Sauðárkróki.“ Af hverju er þá ekki sagt beinum orðum í fyrirsögn og í fréttinni sjálfri að maðurinn hafi orðið fyrir reykeitrun þó hún hafi ekki verið alvarleg?

Ástæða er fyrir blaðamenn mbl.is að vanda betur fréttaskrif sín. Fyrirsögnin á þessari frétt er gjörsamlega fráleit, fréttin er sögð afturábak en aðalatriði hennar er þó fremst í henni. Það er vel gert. 


mbl.is Andaði að sér reyk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Já, heyrðu. Sniðugt. Fréttin er sögð afturábak.

Hörður Sigurðsson Diego, 20.12.2010 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband