Fílsminni banka og vanskilaskrá ...
17.12.2010 | 12:31
Ég ítreka ađ ţessi lög eru svo sem góđra gjalda vert. Í ţau vantar ţó tvö mikilvćg atriđi svo slagkrafturinn verđi sem mestur.
- Međ gjaldţroti fer viđkomandi á vanskilaskrá sem í raun hefur miklu alvarlegri afleiđingar fyrir fólk en sjálft gjaldţrotiđ. Svo lengi sem ţađ er á slíkri skrá er lífiđ afar erfitt og nćr ómögulegt ađ taka lán og byrja upp á nýtt ţó borđiđ eigi ađ heita nýtt. Allt verđur ađ vera stađgreitt og jafnvel kreditkort fćst ekki útgefiđ ţeim sem í gjaldţroti hafa lent.
- Fílsminni bankanna er stórkostlegt vandamál. Ţeir hafa komiđ sér upp afar ţróuđum hugbúnađi og í ţeim er ađ finna ţeirra eigin vanskilaskrá. Hvađa banki sem er, hvađa nafni sem hann nefnist, hvort sem tilvera hans hófst fyrir eđa eftir hrun, á ţessari eđa síđusu öld, man allt, gleymir engu, er heiftúđugari en fjandinn sjálfur. Banki samţykkir aldrei aftur ţann sem eitt sinn hefur fariđ í gjaldţrot (nema hann hafi skuldađ nógu mikiđ). Viđkomandi er sí og ć snýtt upp úr ţessari lífsreynslu og fólki verđur um alla framtíđ fyrirmunađ ađ komast út úr henni eđa glehma.
Til ađ lög um tveggja ára fyrningu skulda nái árangri verđur ađ jafnframt ađ ţurrka út skráningu á vanskilaskrá og krefjast ţess ađ bankarnir láti af mannvonsku sinni og ruddamennsku viđ almenning, ekki bara útvalda.
Stađan er nú sú ađ sá sem er gjaldţrota er gerđur útlćgur úr mannlegu samfélagi og fćr aldrei sömu stöđu aftur. Vissulega má segja ađ ţađ sé mátulegt á viđkomandi, hann geti sjálfum sér um kennt engum öđrum. Ţetta getur veriđ rétt en dćmin eru ţó mörg um ađ bankarnir hafi í gegnum vinavild skapađ einstökum mönnum sama rétt og ţeim sem aldrei hafa orđiđ gjaldţrota. Og sannarlega getur sá sem stelur, meiđir eđa drepur átt fangelsiđ skiliđ en ţeir koma ţó út međ tiltölulega hreinan skjöld međan sá sem er gjaldţrota er til allrar framtíđar brennimerktur af bönkunum.
Tveggja ára fyrningarfrestur er í ljósi ofangreinds bara kattarstroka, skiptir sáralitlu.
Fyrningarfrestur styttur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Facebook
Athugasemdir
100% sammála ţér.
Adda Ţorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.12.2010 kl. 13:05
Sá sem er ekki í vanskilum á ekki ađ vera á vanskilaskrá. einfalt.
Hvađ sem um lögin má segja eru ţau bylting. Ţetta er fyrsta íslenska mannréttindaákvćđiđ sem samţykkt er á Alţingi síđan 1260.
Kristján Sigurđur Kristjánsson, 17.12.2010 kl. 17:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.