Fílsminni banka og vanskilaskrá ...
17.12.2010 | 12:31
Ég ítreka að þessi lög eru svo sem góðra gjalda vert. Í þau vantar þó tvö mikilvæg atriði svo slagkrafturinn verði sem mestur.
- Með gjaldþroti fer viðkomandi á vanskilaskrá sem í raun hefur miklu alvarlegri afleiðingar fyrir fólk en sjálft gjaldþrotið. Svo lengi sem það er á slíkri skrá er lífið afar erfitt og nær ómögulegt að taka lán og byrja upp á nýtt þó borðið eigi að heita nýtt. Allt verður að vera staðgreitt og jafnvel kreditkort fæst ekki útgefið þeim sem í gjaldþroti hafa lent.
- Fílsminni bankanna er stórkostlegt vandamál. Þeir hafa komið sér upp afar þróuðum hugbúnaði og í þeim er að finna þeirra eigin vanskilaskrá. Hvaða banki sem er, hvaða nafni sem hann nefnist, hvort sem tilvera hans hófst fyrir eða eftir hrun, á þessari eða síðusu öld, man allt, gleymir engu, er heiftúðugari en fjandinn sjálfur. Banki samþykkir aldrei aftur þann sem eitt sinn hefur farið í gjaldþrot (nema hann hafi skuldað nógu mikið). Viðkomandi er sí og æ snýtt upp úr þessari lífsreynslu og fólki verður um alla framtíð fyrirmunað að komast út úr henni eða glehma.
Til að lög um tveggja ára fyrningu skulda nái árangri verður að jafnframt að þurrka út skráningu á vanskilaskrá og krefjast þess að bankarnir láti af mannvonsku sinni og ruddamennsku við almenning, ekki bara útvalda.
Staðan er nú sú að sá sem er gjaldþrota er gerður útlægur úr mannlegu samfélagi og fær aldrei sömu stöðu aftur. Vissulega má segja að það sé mátulegt á viðkomandi, hann geti sjálfum sér um kennt engum öðrum. Þetta getur verið rétt en dæmin eru þó mörg um að bankarnir hafi í gegnum vinavild skapað einstökum mönnum sama rétt og þeim sem aldrei hafa orðið gjaldþrota. Og sannarlega getur sá sem stelur, meiðir eða drepur átt fangelsið skilið en þeir koma þó út með tiltölulega hreinan skjöld meðan sá sem er gjaldþrota er til allrar framtíðar brennimerktur af bönkunum.
Tveggja ára fyrningarfrestur er í ljósi ofangreinds bara kattarstroka, skiptir sáralitlu.
![]() |
Fyrningarfrestur styttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Facebook
Athugasemdir
100% sammála þér.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.12.2010 kl. 13:05
Sá sem er ekki í vanskilum á ekki að vera á vanskilaskrá. einfalt.
Hvað sem um lögin má segja eru þau bylting. Þetta er fyrsta íslenska mannréttindaákvæðið sem samþykkt er á Alþingi síðan 1260.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.12.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.