Þeir vilja ekki þjóðaratkvæðagreiðslu

Bretar og Hollendingar munu áreiðanlega gera þá kröfu til Íslendinga að nýtt samkomulag um Icesave verði ekki langt undir dóm þjóðarinnar. Opinberlega hafa þeir krafist þess að pólitísk samstaða verði um samningaviðræðurnar og við því var orðið þannig að stjórnmálaflokkarnir ákváðu sameiginlega hverjir yrðu í samninganefndinni.

Viðsemjendunum þykir afar óeðlilegt og óþægilegt að „smámál“ sem Icesave er þurfi að undir smásjá þjóðaratkvæðis. 

Víst er að margir hérlendir munu leggjast gegn öllum öðrum framgangsmáta en að nýr samningur fari í þjóðaratkvæði og er því treyst á atbeina forseta landsins. Eða ætla menn enn að samþykkja vaxtagjöldin? Hvað með Icesave í heild, á íslenskur almenningur að greiða skuldir vanskilamanna?


mbl.is Knýja á um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég get ekki séð að Bretar og Hollendingar hafi nokkra lögsögu hér á landi og því á ekki að bera það undir þá hvort þjóðin þurfi að greiða atkvæði um samninginn eða ekki.

Eina eðlilega afgreiðslan er að þeir hirði eignir Landsbankians í Bretlandi og Hollandi, almenningur á Íslandi getur ekki borðið ábyrgð á óráðsíu eigenda bankans.

Kjartan Sigurgeirsson, 16.11.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Kjartan, ég er 100% sammála þér! Þar fyrir utan er ólöglegt að Ríkisstyrkja Tryggingasjóðinn samkvæmt EES reglugerðum og lögum. Það kom fram í fréttum nýlega. Og hvað er þá verið að hugsa. Það hefur eingin haft heimild til að skrifa undir eða samþykkja að við borgum Icesafe fyrir Breta og Hollendinga!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband