Má stunda skotveiði á gönguskíðum?

dsc_0081_-_version_2.jpg

Auðvitað er það óeðli hið mesta að stunda rjúpnaveiðar á vélknúnum ökutækjum. Freisting er þó mikil þegar snjóar eru djúpir og illfært er um hlíðar og fjöll.

Ég hóf rjúpnaveiðar eins og lög gera ráð fyrir í byrjun nóvemer. Hafði ekkert annað en erfiði út úr því, svita og vindtár, kafaði djúpan snjóinn upp í klof, varð votur þegar snjófrauð brast undan mér í tvígang þegar ég var á leið yfir á, lenti í minni háttar snjóflóðsspýju og svo má lengi telja.

Ekki veit ég hvort bannað er að ganga til rjúpna á gönguskíðum. Það hef ég þó nú gert í tvígang. Auk þess að hafa með mér myndavél verða veiðarnar miklu skemmtilegri, maður kemst auðveldlega yfir mikið svæði og ónefnt er að fara hátt upp í hlíðar og leyfa sér að renna niður á eftir rjúpunni, með haglabyssuna í mittisstað, fretandi eins og hinn hasarmyndahetja í banastuði ... Nei, auðvitað er það ekki svona.

Maður skíðar upp og á niðurleiðinni er maður í hrikalega óásjálegri stellingu, skíðin í breiðum plógi, stafirnir í varnarstöðu til þess að lenda nú ekki á hausnum þegar skíðað er úr foksnjó í harðfenni eða úr púðri í þjappaðan snjó.

Jú, skrokkskjóðurnar eru margar en þetta er miklu skemmtilegra og yfirferðin er meiri. Og myndirnar, maður lifandi. Gleymdi þó að hafa myndavélina með mér í gær í glannafínu veðri. Meðfylgjandi mynd tók ég á leið úr Hrafndal við Skagaströnd. Þar var ekki nokkur lifandi vera nema ég og nokkrir refir.


mbl.is Á vélsleðum við veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Er bannað að fara á vélknúnu ökutæki á veiðistað eða veiðislóð og fara síðan gangandi frá ökutækinu um veiðisvæðið. Ég fór í fyrra á bíl frá Reykjavík norður í sýslur til rjúpnaveiða þar sem ég gekk síðan um fjöll og dali við veiðarnar. Átti ég að fara gangandi frá Reykjavík fyrst ég var að fara til rjúpnaveiða? Spyr sá sem ekki veit. Mér finnst eins og ökutækjabannið eigi að ná til þess að eltast við bráðina á ökutækinu þegar veiðar eru hafnar en ekki að koma sér á veiðistað. Ef ekki má fara á ökutæki til veiðislóðar er ég hættur þessu ...nenni nefnilega ekki að fara gangandi úr Reykjavík norður í Húnavatnssýslur, hvað þá á Norð-austurhornið eða Austfirði.

corvus corax, 15.11.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skil þig vel, Krummi. Hins vegar finnst mér þú vera frekar svona bókstafstrúarmaður en skilnings ... ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.11.2010 kl. 13:44

3 Smámynd: corvus corax

En meistari! Ef ég færi á vélsleða frá sveitabæ inn í einhvern dal og skildi þar sleðann eftir á meðan ég gengi til veiða og notaði síðan sleðann til að komast aftur til bæja, er ég þá ólöglegur á veiðum? Á ökutækjabannið við um það að maður noti ekki tæknina við veiðarnar sjálfar eða gildir það líka um að komast á veiðislóð? Ég játa að ég er ekki með þetta á hreinu.

corvus corax, 15.11.2010 kl. 13:49

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kæri Krummi. Hér veltur mikið á hvort ábandinn á Sveitabæ í Einhverjumdal sé VG eða Framsóknarmaður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.11.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef hann er í VG og lætur yfirvöld vita þá ferðu í grjótið og útrásarvíkingi er sleppt til að rýma fyrir þér

Fannar frá Rifi, 15.11.2010 kl. 14:19

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Svona er lífið, félagi Fannar. Smáseiðin eru gripin en stórlaxarnir sleppa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.11.2010 kl. 14:21

7 identicon

Ein spurning ... hví er það hið mesta óhæfa að vera á vélsleða við veiðar?  Ég tek það fram að ég hef aldrei stundar skotveiðar af neinu tagi.  Mér finnst þetta hvort tveggja í senn forvitnilegt og eilítið kjánalegt.  En gaman væri að fá eðlilega skýringu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 14:26

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sko, Mr. Bjarnason. Í fyrsta lagi eyða þeir miklu, í öðru lagi er af þeim hávaði, í þriðja lagi á rjúpan ekki kost á vélknúnu ökutæki, í fjórða lagi er þegar ójafnvægi milli rjúpu og manns með frethólk, og í fimmta lagi er ójafnvægi milli veiðmanna þegar sumir eru á vélsleðum en aðrir eru sleðar. Þetta er nú ekki allt samkvæmt lögum og reglum en þú er skynsamur maður og sérð áreiðanlega eitthvað gáfulegt í upptalningunni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.11.2010 kl. 14:31

9 identicon

Takk fyrir svarið. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 14:44

10 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Vélsleðar eru torfærutæki og samkvæmt lögum er bannað að fara á veiðislóð á torfærutækjum

Hreinn Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband