Er ekki nær að ræða uppsagnirnar frekar en Kjartan?

Forvitnilegt er að fylgjast með vandræðagangi meirihlutans í borgarstjórn vegna uppsagna Orkuveitunnar á 80 manns. Yfirborgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, stígur nú loksins fram, ekki til þess að draga í land vegna uppsagnanna, ekki til að réttlæta þær, heldur til að atyrða Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir að vera á móti uppsögnunum.

Og þar sem Baldur er finnst Konni. Jón aðstoðarborgarstjóri Regínu, stígur líka í ræðustól, ekki til þess að draga í land vegna uppsagnanna, ekki til að réttlæta þær, heldur til að atyrða Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir að vera á móti uppsögnunum.

Þeir borgarstjórarnir, Baldur og Konni, tala einum rómi, hvernig má annað vera. Þeir berja á Sjálfstæðismönnum fyrir að vera á móti uppsögnum.

Hvað er hægt að gera við borgarstjórnarmeirihluta sem elur ekki önn fyrir starfsmönnum borgarinnar og fyrirtækja hennar? Er hann á vetur setjandi? 


mbl.is Hörð umræða um uppsagnir hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

OR er ekki félgsmálastofnun. OR er fullt af óþarfa fólki.

Fólki sem hefur látið mafíumenn plata sig fram og aftur í mörg ár.

Kjartan er bara einn af leikmönnunum og skiptir OR og apparatið á bakvið nákvæmlega engu máli...

það verður fróðlegt að fylgjast með hvað OR kemur til með að þola mikla umræðu áður enn allt springur í loft upp einu sinni enn...

OR snýst ekki um pólitík. Það er bara venjulegt "MoneyGame" og mjög gaman...

Óskar Arnórsson, 19.10.2010 kl. 20:41

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður mikið er ég sammála þér Dagur fer beint í skorgröfina og Jón eltir...

Óskar ert þú að vinna hjá OR, þú skrifar eins og innanhúsamaður sem veit allt þar...

Sigurður það er spurning hvort Reykvíkingar geti krafist nýrra Borgarstjórnarkosninga vegna þess að það virðast fæstir hafa vitað hvað það var sem Jón Gnarr hafði fram að bjóða, það kannast tildæmis engin við það að hafa lesið eða heyrt um Turett heilkenni hans eða athyglisbrestinn sem hrjáir hann fyrir kosningarnar...

Ég hef verið að spyrja fólk sem kaus hann hvort það hafi vitað um þetta og engin og þá meina ég engin man eftir eða kannaðist við að hafa heyrt um það fyrir kosningarnar og ekki man ég nefnilega eftir því, og þegar ég spurði svo í framhaldi af því hvort viðkomandi hefði samt kosið það sama þá sögðu allir NEI...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það eina sem hægt er að gera er að berja í tunnur eða eitthvað álíka og krefjast þess að borgarstjórnarmeirihlutinn hætti að redda fjármálum borgarinnar með uppsögnum starfsfólks hennar eða fyrirtækja hennar. Það á ekki að líðast.

Kosningar eru útilokaðar fyrr en eftir þrjú og hálft ár. Nýr meirihluti getur ekki myndast nema einhverjir í Besta flokknum sjái að sér og myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Sé það þó ekki fyrir mér þó innan hans séu margir góðir einstaklingar.

Samstarf með Samfylkingunni er líklegast útilokað, til þess er hún allt of sjálfhverf í borgarstjórn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.10.2010 kl. 23:43

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hvar er (Samfylkingar)fólkið sem hópaðist á áheyrendapalla ráðhússins þegar Ólafur F. tók við lyklavöldum?  Mér finnst nú Jón Gnarr á góðri leið með að gera hann góðan....

Sigríður Jósefsdóttir, 19.10.2010 kl. 23:53

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð spurning, Sigríður. Nema þetta hafi verið VG fólk. Þó ótrúlegt megi virðast þá eru þeir til sem sakna Ólafs ... Hann hefði líklega tekið sig vel út í bleiku, jafnvel í dragi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.10.2010 kl. 23:57

6 Smámynd: Einhver Ágúst

En hvað með að sameina OR og Strætó?

Þá geta allir keyrt strætó og enginn finnur fyrir því þegar OR verður endalega gjaldþrota.

Þið eruð svakalega málefnaleg og sniðug.

Einhver Ágúst, 20.10.2010 kl. 00:18

7 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Reykvíkingar kusu þetta! verst að það bitni á starfsmönnum OR

Kjartan Sigurgeirsson, 20.10.2010 kl. 08:57

8 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Sæll Sigurður.

Tek undir með þér.  Jón G. Kristinsson er sennilega  óhæfur sem borgarstjóri.  Og fyrst  Jón vill/getur  ekki sinna starfi sínu sem borgarstjóri á hann einfaldlega að víkja. Sem fyrst.

Kv.

Auður Matthíasdóttir, 20.10.2010 kl. 11:20

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Er ykkur ekki sjálfrátt? Hvernig getið þið metið það þannig að það sé okkur í Besta að kenna hvernig komið er fyrir OR?

Bara svona grófasta dæmið, hverjir hafa verið að greiða Reykjavík arð úr OR síðustu ár ÞRÁTT fyrir taprekstur og gríðarlegar skuldir fyrirtækisins? Það kallast sumstaðar blóðmjólkun á mannamáli.

Nú þarf fylleríið að hætta og það þarf að horfast í augu við ömurlegar staðreyndir, allt hefur verið metið einsog kemur fram á heimasíðu OR og uppsagnir eru illskaásti kosturinn....ég veit það vel að það getur verið erfitt að horfast í augu við slíkt..enn svona er staðan.

Bestu kveðjur Gústi

Einhver Ágúst, 20.10.2010 kl. 11:56

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gústi minn, hættu nú þessari móðursýki. Enginn hefur kennt Besta flokknum um stöðu OR. Hann ætlar samt að segja upp 80 manns hjá OR. Það er óþarfi og verður þér, forstjóra OR, Jóni móttökuborgarstjóra, Regínu aðalborgarstjóra og Besta flokknum til ævarandi skammar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.10.2010 kl. 13:16

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vonandi segir Besti Flokkurinn upp eins mikið af starfsfólki og þarf. Og það er ágæt byrjun að hætta að greiða arð úr engu.Það þarf að koma þessu fyrirtæki í lag og henda út öllum eiturpöddum sem er nóg af þar eða stoppa þá að minnsta kosti.

Enda heitir það ekki arður sem hefur verið borgað út frá OR. Það heitir rán í öllum siðmenntuðum löndum. Ísland er ekki á lista yfir siðmenntuð lönd í samabndi við rekstur opinberra stofnanna og allra síst OR. Það er fullt af góðu fólki þar líka.

Svar til Ingibjargar Guðrúnar: Nei ég er ekki starfsmaður OR né neins fyrirtækis. Ég þekki bara persónulega hvernig REI og GGE leikritið var samið gagngert til að komast í kassan í OR. Þannig kyntist ég þessu máli og sá strax að það var glæpur í framkvæmd.

Að vísu flott gerður og trúverðugur fyrir alla sem ekki eltast við að lifa á einhverju fábjánastigi endalaust.

Þegar svona svikamyllur eru settar upp, þarf að sjálfsögðu aðstoðarmann innandyra. Og hann fékkts. Og ég veit ekki hver það er, eða hverjir, nema að ég veit að til að úthugsa svona "fyrirtæki" þarf ískulda harðgerðs gangsters sem vilja kalla sig "buisnessmenn".

Hvernig svo þær þróuðust seinna, veit ég ekkert og er nákvæmlega sama. Enda verður ekkert stoppað af glæpum og spillingu í þessu fyrirtæki nema Besti Flokkurinn geri það.

Það sem Besti Flokkurinn hefur fyrir framan sig er Armani gangsterar í allskonar útgáfum, slípaða, fágaða sem kunna öll trix í bókinni.

Það sem ég hef unnið við er að hjálpa föngum síðustu 20 ár þegar þeir sitja grenjandi utan eða inna fangelsa.

Þannig þekki ég á, kann þá og munstrið sem þeir hugsa eftir.

Það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir bera ótrúlega trú á sínum eigin gáfum og finnast flestir aðrir vera heimskir.

Þeir eru drjúgir með sig, gera smámál að stórum vandamálum til að leiða athyglina frá sjálfum sér. Geta rugla og þvælt í fólki þangað til að þeir eru öruggir með að engin skilur neitt í neinu nema þeir.

Þeir tala gjarna um "réttlæti" til handa fjárfestum og gera gjarna samninga sem eru svo loðnir að menn vita varla munin á láni og fjárfestingu. Sé hagstæðara að rukka vexti af láni, gera þeir það, enn sé "arður" hagkvæmara, þá krefjast þeir arðs.

Þeir hjálpa gjarna fólki í forstjórastólanna sem þeir eru tryggir með að geta ráðið yfir eða stýrt.

Besta einkennið er að þeir nota svona þvælu eins og "móral" (þeir hafa engan sjálfir), "heiður" (gefa skít í allt svoleiðis), "í nafni starfsfólksins" ( engum er meira sama um afdrif annara á öllum sviðum) og svo verða þeir móðgaður yfir engu.

Þeir þekkjast best á öllu bulli sem kemur út úr þeim um ekki neitt sem skiptir máli.

Þetta eru sama sort af fólki og sem skellihlær að bankahruninu á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 20.10.2010 kl. 18:09

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Óskar. Þetta er illa samið, ruglingslegt og fljótfærnisbragur á þessu. Varla þér til álitsauka að kalla þá 80 sem ætlunin er að reka frá Orkuveitunni „eiturpöddur“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.10.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband