Siðferðileg skylda borgarinnar er að segja ekki upp fólki

Að sjálfsögu ber Reykjavíkurborg og fyrirtækjum hennar siðferðileg skylda til að segja ekki upp starfsfólki sínu, sérstaklega þegar atvinnumarkaðurinn er eins erfiður og nú er. Þetta hafði fyrrverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, að markmiði.

Nú eru breyttir tímar. Nú má ekki vera að því að setja sig inn í málin, hann er svo upptekinn að taka á móti fólki. Ekki er vitað hver sé skoðun yfirborgarstjórans á málinu eða væntanlegs borgarstjóra.

Starfsmannafélag Orkuveitunnar sem og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, hafa fullyrt að hægt sé að komast hjá uppsögnum með því að draga úr starfshlutfalli allra starfsmanna fyrirtækisins.

Þetta þolir hvorki stjórnarformaður og forstjóri OR og hengja sig í smáatriði eins og hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúi og trúnaðarmaður starfsmanna fundi.

Meirihlutinn í stjórn OR ætlar sér að reka 80 manns. Hverjir það eru veit enginn. Allir starfsmenn eiga því uppsögn á hættu. Hvernig skyldi móralinn vera í fyrirtækinu? Getur verið að allir vinni að kappi og sálfræðilega hafi hótanir um uppsagnir engin áhrif? 


mbl.is Starfsmannafélag Reykjavíkur ósátt við OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Varð ekkert hrun á Íslandi annars? Mesta efnahagshrun sögunnar. Úr ríkidæmi í fátækt? Heldur bloggari að fyrirtæki á barmi gjaldþrots geti haldið öllum starfsmönnum sínum?

Borgað þeim 90% laun þó að fyrirtækið geti ekki notað viðkomandi?

Að ríkissjóður sem hefur hvorki peninga né lánstraust framkvæmi fyrirhafnarlaust vegi og brýr felli niður skuldir almennings og fyrirtækja til hægri og vinstri? Að menntakerfið verði rekið með sama stæl og áður? Einkaskólar fá styrkina sína? Heilbrigðiskerfið hrunið líka. Þá meina ég hrunið.

Það er alveg stórmerkilegt hvað "hægri menn" geta verið rosalega "vinstri" þegar þeir eru í stjórnarandstöðu.

Gísli Ingvarsson, 20.10.2010 kl. 21:04

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Gísli. Þetta er ekki spurning um hægri eða vinstri. Hér skiptir mestu að fólk fái að halda vinnu en þurfi ekki að fara á atvinnuleysisbætur. Það hljóta allir að skilja. Skoðanir mínar koma m.a. fram í þessu bloggi og ef ég þarf aðstoð við að skýra þær má vel vera að ég kalli á þig.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.10.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gísli - það er með vinnubrögðum Sjálfstæðismanna sem á að vinna OR úr vandanum - sem - þér til fróðleiks - var samsvarandi því sem gerðist í öðrum löndun - og ekki vegna stefnu XD - Evrópa er núna að koma á reglugerðum til þess að koma í veg fyrir endurtekningu -

Það sem er hér fyrir neðan er raunveruleg samantekt á raunverulegum ákvörðunum XD í borginni vegna OR

Orkuveitan var stofnuð 1999 af R-listanum

 

Þá var Landsvirkjun tekin út úr fyrirtækinu og færð yfir í borgarsjóð til að fegra stöðu borgarjóðs

 

Arðgreiðslurnar stórhækkaðar í 1.5 milljarð á ári.

 

OR fékk í vöggugjöf frá R-listanum 4 milljarða skuldabréf til að fegra stöðu borgarsjóðs.

  

Eftir að Sjálfstæðiflokkurinn tók við OR einbeitti fyrirtækið sér að kjarnastarfsemi með sérstakri áherslu á umhverfismál. Það þýddi að OR dró sig út úr hörverksmiðjurekstri, risarækjueldi, ljósmyndabankarekstri o.s.frv. en einbeitti sér að umhverfisvænni orkuvinnslu. Farið var í samstarf við háskólana á veitusvæðinu til að stuðla að nýsköpun á þessu sviði og viðhalda þeirri þekkingu sem veitufyrirtækin hafa í umhverfisvænni orkuvinnslu.

 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við var í gangi auglýsingaherferð. Ímyndarauglýsing fyrir OR.  m.a í þeim pakka var 3 mínútna auglýsing í sjónvarpi. Sjálfstæðismenn stöðvuðu þetta.

 

Þegar R listinn fór frá var hann í samningaviðræðum  við Símann um kaup  á grunnneti Símans. Kaupverðið var áætlað yfir 20 milljarða. Sjálfstæðismenn stöðvuðu það.

 

Úlfljótsvatn

 

                                Komið í veg fyrir fyrirætlanir R-listans um stórfellda uppbyggingu á sumarbústöðum þar sem OR átti að vera beinn þáttakandi. Áætlanir gerðu ráð fyrir 2-300 bústöðum í kringum allt vatnið. Taka átti svæði af Skátum til að nota undir þetta ævintýri. Sjálfstæðismenn hættu við þetta og sömdu við skátana að þeir hefðu landið til afnota og einnig starfsmannafélagið og MND fékk lóðir fyrir 4 bústaði.

Þetta er hluti af raunverulegri sögu OR - og muninum á vinnubrögðum XD annarsvegar og Sf hinsvegar - og ekki skánaði það hjá Sf þegar Múmínálfurinn komst til valda fyrir tilstuðlan Sf

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.10.2010 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband