Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýr meirihluti á þingi
11.10.2010 | 07:50
Nýr meirihluti hefur myndast á Alþingi og virðist hann ætla sér að taka á atvinnumálum þjóðarinnar, taka höndum saman við bæjarstjórn Reykjanesbæjar og koma hafnarmálum í eðlilegt standa. Á hliðarlínunni stendur svo Ögmundur Jónasson, dómsmála- og samgöngumálaráðherra og tvístígur. Hann má ekki horfa til álvers, það er ekki í anda VG, og af ógurlegu málæði, eins og hann er vanur, malbikar hann um önnur not sem hægt væri að hafa af höfninni.
Svo mun Steingrímur fjármálaráðherra segja eins og hann er vanur, þetta mun engin áhrif hafa á stjórnarsamstarfið. VG með öll sín prinsíp lætur að venju Samfylkinguna valta yfir sig.
Með því að greiða úr fjármálum Helguvíkurhafnar verður bæjarstjórn gert kleyft að halda áfram með undirbúning álversframkvæmda. Hins vegar þarf miklu meira til og það dýrasta er viðhorfsbreyting VG en hið einfalda er ný ríkisstjórn. Best væri auðvitað nýjar þingkosningar.
Ríkið borgi 700 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 1644699
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll við höfum ekki efni á draug í Helguvík því að þar kemur aldrei álverksmiðja!
Sigurður Haraldsson, 11.10.2010 kl. 09:33
O jú Sigurður - vissulega verður reist álver þar - VG fær ekki að drepa það
sjáumst á morgun
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 09:36
Sæll Ólafur hvar eigum við að fá orkuna?
Sigurður Haraldsson, 11.10.2010 kl. 09:41
Orkan verður náttúrlega ófáanleg ef þess er gætt að rannsóknarboranir fari ekki fram á háhitasvæðum og alls staðar þar sem er vatnsafl verði land friðlýst sem ósnertanleg náttúruundur. Til þessa hvorts tveggja höfum við VG. Það má svo hindra fleiri atvinnugreinar ef hagur fer að vænkast óþægilega mikið.
Skúli Víkingsson, 11.10.2010 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.