Hobbýþingmennirnir eru til óþurftar

Fræg er sagan af Neró sem lék á fiðlu meðan Róm brann. Menn finna sér margt til dundurs þegar erfiðleikarnir steðja að og má segja að fiðlan sé þá gripin enda eru tónar hennar víst átakanlegur undirleikur þegar efnahagslífið logar. Þetta á sérstaklega vel við á Alþingi þar sem menn hafa margt annað við tímann að gera en að vinna gegn efnahagshruninu, atvinnuleysi, manngerðum náttúruhamförum gegn landsbyggðinni, stöðu atvinnulífsins, gengistryggingu lána, skuldastöðu unga fólksins, ráni fjármagnsstofnana á eiginfé heimilanna og svo framvegis.

Á Alþingi kenna nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar kvótakerfinu um alla óáran. Þeir leggja til að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið í sjávarútvegi sem verið hefur við lýði í þrjá áratugi.

Annar hópur sem er í Vinstri grænum á þingi kennir Nató um allt sem miður hefur farið og vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. Um leið vill sami hópur banna notkun kjarnorkuvopna á Íslandi ... Eða var það geymslu slíkra vopna? Man'etta aldrei.

Örugglega er hægt að finna þriðja hópinn úr hópi þingmanna ríkisstjórnarinar sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu um Gamla sáttmála.

Er ekki nóg komið að vitleysisgangi á Alþingi. Full ástæða er að krefjast þess nú, í ljósi aðstæðna, að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um þá sem sitja á þingi. Fyrir þá sem ekki vita er átt við þingkosningar. Þörf er á því að losa þjóðina við hobbýþingmenn, þá sem ekkert geta lagt til þeirra mála sem brenna á skinni þjóðarinnar og eru að fara með hana til andskotans ...

Þessir svokölluðu hobbýþingmenn hafa það að markmiði að sitja, sennilegir á svip, leggja ekkert til nema einhvert bulltal sem skiptir engu máli, hafa ekkert stefnumið en tala svo ákaflega sennilega um allt og ekkert að halda mætti að þeir meintu það sem þeir segja um ekkert.

Um mann nokkurn var þetta sagt: Hann var elskaður og dáður af öllum þeim sem ekki þekkk'ann. Þetta á við þessa hobbýþingmenn.


mbl.is Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vel mælt Sigurður, góða helgi til þín og þinna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2010 kl. 11:46

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

En það var ekki búið að finna upp fiðluna á tímum Nerós og þegar Róm brann.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2010 kl. 13:22

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er rétt hann lék á saxafón ... eða var það rafmagnsgítar. Nei, nú man ég, Neró kallinn lék á hörpu. Hljóðfærið er hins ekki aðalatriði. Bestu þakkir fyrir áminninguna, nafni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.10.2010 kl. 13:25

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mikill misskilningur að Ólína Þorvarðardóttir sé hobbýþingmaður. Það er líka undarleg ályktun að telja það vísbendingu um pólitíska vanburði alþingismanns úr flokki forsætisráðherra að krefjast þjóðaratkvæðis um það mál sem Alþingi hefur ítrekað svæft. Málið hefur verið svæft þrátt fyrir að allar vísbendingar í skoðanakönnunum hafa sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar vill innkalla aflaheimildir og endurúthluta.

Og það er meira en lítið undarlegt viðhorf ef samfylkingarþingkona er dæmi um hobbýstjórnmálamann vegna þess að hún krefst þess að ríkisstjórnin afgreiði það mál sem flokksþingið samþykkti sem kröfu frá flokknum. Það hefur formaðurinn nú svikið líkt og flest annað.

En það er svo annað umhugsunarefni hverra fulltrúi höfundur þessa pistils er í almennri umræðu um pólitísk og krefjandi málefni.

Á hann kannski góðvini sem hagnast á þeirri félagslegu aðstoð frá landsbyggðinni sem felst í nýtingu á lífsbjörg hennar án endurgjalds?

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 14:59

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Árni, láttu þér nægja að koma með málefnaleg rök fyrir máli þínu. Reyndu ekki að sverta aðra á þann hátt sem þú gerir í niðurlagi athugasemdar þinnar. Þér er enginn sómi af slíkum óþverabrögðum. Talaðu hreint út og ég skal leiðrétta vitleysuna í þér.

Hvað varðar kvótamálið þá var meirihluti fyrir setningu þess og hingað til hefur enginn þingmeirihluti lagst gegn því. Fyrir utan það að meiri og mikilvægari mál krefjast athygli Alþingis eins og ég rakti í pistlinum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.10.2010 kl. 15:13

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef oft talað hreint út um þau óþverrabrögð sem felast í svonefndu kvótakerfi og mun halda því áfram þar til þau sjónarmið mín verða hrakin. Það er nefnilega einfalt mál að finna dæmi um óþverrabrögð í öllu því máli frá fyrsta degi til þess síðasta.

Ef við eigum að takast á um óþverrabrögð annars vegar og meirihluta Alþingis hins vegar þá dugar ekki þessi vettvangur til að heimfæra dæmin um það hvernig óþverri spillingar hefur ráðið afgreiðslu löggjafarþingsins á mörgum pólitískum málum sem þar hafa fengið flokkspólitíska meðferð.

Lífsbjörg sjávarbyggðanna voru fiskimiðin á grunnslóð kynslóð fram af kynslóð. Þessi lífsbjörg var tekin af þeim með valdboði frá Alþingi. Síðan hafa þessar aflaheimildir verið seldar og leigðar að geðþótta og nú má segja að mannlíf fólksins sem rænt var af stjórnvöldum sé uppboðsvara. 

Svo er hagræðing alls þessa samfélagslega glæps fólginn í ofurskuldsettri útgerð og aflaheimildir eru í dag þriðjungur þess sem í upphafi var lagt upp með í nafni hagræðingar.

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 16:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Spilaði hann ekki á einhversskonar mandólín?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2010 kl. 16:46

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Árni, þú kemst ekkert upp með það að vera með hálkveðna vísu í minn garð. Þú segir:

„En það er svo annað umhugsunarefni hverra fulltrúi höfundur þessa pistils er í almennri umræðu um pólitísk og krefjandi málefni.

Á hann kannski góðvini sem hagnast á þeirri félagslegu aðstoð frá landsbyggðinni sem felst í nýtingu á lífsbjörg hennar án endurgjalds?“

Svo reynirðu að kjafta þig út úr þessum ummælum eða lætur eins og þau skipti engu máli. Annað hvort biðstu afsökunar eða heldur þig fjarri. Á svona plani ræða menn ekki málin. ... og hananú!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.10.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband