Ætlar ríkið að láta skoða bankahólfin?
7.10.2010 | 08:15
Þegar skattheimta ríkisins er kominn yfir sársaukamörk gerist það einfaldlega að fólk flýr með peningana sína á örugga staði. Sama gerist þegar reglur um viðmiðunartekjur Tryggingastofnunar og annarra stofnana fara að hafa áhrif á greiðslur.
Svo gerist það bráðlega að einhverjir ljótir vinstri menn fara að tala um ljótu kapítalista sem geri ekki skyldu sína með ógrynni fjár sem þeir eiga. Þetta er gamaldags umræðugrundvöllur og ekki skemmtilegur.
Hver er sjálfum sér næstur. Dæmin eru óteljandi um fólk sem tapaði gríðarlegu fé í bankahruninu. Eldra fólk ætlar ekki að brenna sig á þessu aftur.
Svo má auðvitað búast við því að fjármálaráðherra setji upp starfshóp sem hafi það verkefni að kíkja í öryggishóf í böknum og heimahúsum, og annan sem hafi það verkefni að snúa við rúmdýnum og koddum í leit að seðlum.
Og fyrr en varir verður ríkið orðið að mafíu sem egnir fólk upp á móti öðru, heimtar peninga fyrir að láta það í friði en fyrr eða síðar kemur í ljós að ríkisstjórnin er einfaldlega skipuð hæfileikalausu fólki sem kann ekki til verka.
Með peninga í bankahólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.