... út yfir allan þjófabálk

Mér sýnist að ríkisstjórnin sé komin í sjálfheldu vegna rannsóknarskýrslu þingmannanefndarinnar og málsóknar gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum. 

Hver höndin virðist vera upp á móti annarri í Samfylkingunni. Skiptir þá litlu máli hvort fyrrverandi utanríkisráðherra verði sleppt við málshöfðun eða fyrrverandi viskiptaráðherra. Væntanlega byggist skoðun þingflokks samfylkingarinnar á því að henni þykir vænt um þessa fyrrverandi ráðherra sína og vilja ekki sjá þá í þessum vanda. Svo eru það hinir sem ekki sjá neina ástæðu til málshöfðunar vegna fyrirliggjandi gagna. Þá eru hinir eftir sem vilja höfða mál.

Líklega er álit þingmanna annarra flokka svipað nema ef til vill þeirra sem þegar eru komnir með blóðbragð í munninn og vilja sjá einhvern í snörunni óháð því hvernig málavextir eru.

Þá er komið að þeirri „þungbæru skyldu“ þingmanna, sem Atli Gíslason, nefnir svo að taka afstöðu til þess hvort fjórir fyrrverandi ráðherrar verði kærðir. Líklega verður hin „þungbæra skylda“ þingmannana sú að falla frá málshöfðun vegna þess að þeir telja ekki nokkrar líkur á því að hægt sé að búa svo um hnútana að málareksturinn standist fyrir dómi.

Þetta er líklega ekki það sem þingmáðurinn Atli Gíslason ætlaði enda er hin „þungbæra skylda“ líklega aðeins fólgin í ákærunni og skiptir þá engu hvort sú kæra standist lög, mannréttindi eða reglur um ákærur.

Verði þetta endir málsins má búast við því að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Það mun þó lafa vegna þess að enginn mun vilja vinna með VG og flokkurinn veit það. Hann er því enn og aftur gerður afturreka, nú með stefnurnar, áður með Icesave og enn fyrr með ESB aðildina.

Þannig heldur áfram langavitleysa langt út yfir alla skynsemi og ... þjófabálk. Kaldhæðnislegt. 


mbl.is Umræðu frestað til mánudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband