Hver á að rannsaka rannsakendurna?

Staðreyndin er sú að Ríkisendurskoðun hefur farið nákvæmlega í saumana á einkavæðinug bankana. Þar er örugglega fátt sem ekki er ljóst. 

Sé nú vilji fyrir því að fara enn nánar ofan í saumana á einkavæðingu ríkisbankanna þurfa þeir sem það vilja gera það upp við sig hvort Ríkisendurskoðun hafi ekki unnið verkefni sitt á sínum tíma nægilega vel. Sé sú niðurstðan þá er jafnframt verið að fullyrða að stofnunin standi sig ekki í stykkinu. Á hún þó að vera Alþingi til aðstoðar, ekki framkvæmdavaldinu. Er þá ekki kominn tími á rannsókn á Ríkisendurskoðun? Hver á svo að rannsaka rannsakendurna?

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir um einkavæðingu Fjárfestingabanka atvinnulífsins:

Reynslan af sölu FBA sýndi m.a. að ríkið getur aðeins í tiltölulega skamman tíma náð fram markmiðum um dreifða eignaraðild. Ef það vill girða fyrir að hlutir safnist á fárra hendur sýnist verða að lögbinda slíkar takmarkanir.

Engar athugasemdir voru gerðar af hálfu Ríkisendurskoðunar þó hún segi að um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands í einu lagi að:

 „... verði að teljast óheppilega. Í fyrsta lagi var ekki komin reynsla á þá söluaðferð sem valin var og í öðru lagi gaf hún mini möguleika á að viðhalda samkeppni milli áhugasamra kaupenda.

Þetta er allt of sumt um þá gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hafði á einkavæðinguna. 

Ég hef ekki nokkra trú á því að neitt nýtt komi fram þó ný rannsókn verði samþykkt. Mér finnst hins vegar nóg komið. Á meðan á annan tug þúsunda Íslendinga eru án atvinnu, efnahagur þjóðarinnar er í molum, verðmætasköpunin þjóðarinnar vex ekki, fyrirtæki fara unnvörpum í gjaldþrot, þá finnst ríkisstjórninni og meirihlutanum á þingi og jafnvel fleirum þörf á því að standa í nornaveiðum, búa til sakamenn án þess að hægt sé að benda á refsiverða háttsemi sem leitt hafi til bankahrunsins.

Einkavæðing bankanna var eðlilegur þáttur í framþróun þjóðfélagsins. Fyrirkomulagið sem gilti fyrir tíma þeirra var gjörsamlega gagnslaust. Ekki nokkur maður með viti vill fara aftur til þeirra ára er þingmenn sátu í bankaráðum og bankastjórar voru skipaðir pólitískt.

Um leið ættu allir að vita að bankar eru í einkaeigu víðast um öll lönd, engin krafa hefur verið gerð um breytingar á því fyrirkomulagi. Vandinn í bankarekstri, eins og í öðrum rekstri, er að misjafn sauður er í mörgu fé. Einkavæðing bankanna mistókst ekki, en þeir sem eignuðust þá og ráðandi hluti í þeim fóru með þá á hausinn. Svo einfalt er málið.

Fyrirtæki sem rekið er í þrot er á ábyrgð þeirra sem það eiga. Þannig er það í stórum dráttum. Svo geta menn haft þá skoðun á málunum sem þeir vilja, kennt framkvæmdastjóranum eða forstjóranum um, utanaðkomandi aðstæðum og svo framvegis. 

 


mbl.is Möguleg samstaða um rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Alþingi á að hafa öflugt eftirlit með eigin stofnunum og  eftirlitsstofnunum framkvæmdavaldsins.  Það eftirlit á að fara fram yfir opnum tjöldum og eftir ákveðnu og viðurkenndu ferli.  Þannig er það í mörgum okkar nágrannalöndum. En þingið getur aðeins haft trúverðugt eftirlit ef það vinnur sjálfstætt frá framkvæmdavaldinu og þar liggur hluti vandans.

Spurning sem spyrja þarf er hvaða reynslu og þekkingu hefur Ríkisendurskoðun á einkavæðingarferlum?  Hvernig var staðið að einkavæðingu hér miðað við hvernig nágrannalöndin halda á spöðum.  Gríðarleg reynsla er til í einkavæðingu í Bretlandi en hún liggur ekki hjá HSBC banka.  Hvers vegna var þessi banki valinn og á hvaða forsendum?  Af hverju fékk íslenska ríkisstjórnin ekki ráðgjafa eins og Rothschild banka sem hefur einna mesta reynslu í þessum efnum og er notaður að ríkisstjórnum Bretlands, Danmerkur og Hollands svo einhver dæmi séu nefnd?

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.9.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband