Vildi Steingrímur „reynslumeiri braskara“?

Þeir skríða nú upp á yfirborðið og segjast vita allt um hrunið. Besserwisserarnir koma alltaf eftir á og vita hvernig hefði átt að standa að verki í ljósi þess sem síðar gerðist.

Svona náungi er Steingrímur J. Sigfússon. Eina markmið hans er að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Hann veit jafnvel og við hin að dreifð eignaraðild hefur ekkert að segja. Meira að segja hér á landi hafa menn hvatt almenning til að selja sér hluti í fyrirtækjum sem þó áttu að vera í dreifðri eign.

Ýmsir hafa kvartað undan því að söluverð bankanna við einkavæðingu þeirra hefði verið of lágt. Dettur einhverjum í hug að hægt hefði verið að fá meira fyrir þá með sölu á einstökum hlutum til almennings?

Einkavæðing bankanna var ekki vandamál. Ríkisendurskoðun hefur farið yfir hana og ekki gert nokkra athugasemd sem skiptir máli.

Steingrímur talar um „reynslulita braskara“. Vildi hann „reynslumikla braskara“? Þeir náðu að minnsta kosti sér í mikla reynslu á því sviði áður en yfir lauk.

Grínlaust sagt er varhugavert að gera þá kröfu til hlutafjáreigenda að þeir séu sérfróðir á einhverju sviði. Hefðu bankarnir verið seldir í dreifðri eignaraðild eins og það er kallað átti þá að krefjast þess, að Jón og Gunna væru með einhverja sérstaka reynslu, menntun eða þekkingu, þegar þau borguðu?

Markmið Steingríms, Lilju Mosesdóttur og annarra í VG er að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Þeim er velkomið að reyna en engin mistök voru gerð við einkavæðingu bankanna jafnvel þó sitt sýnist hverjum um kaupendurna í ljós reynslunnar. Benda má á að margir þeirra sem urðu t.d. kjölfestan í Glitni eru þeir sem keyptu sig inn í hann eftir margfaldar sameiningar og nafnabreytingar.

Staðreyndin er bara sú, að ekki einu sinni í ríkiseign, er hægt að komast framhjá þeim sem misnota eign sína eða annarra. Einhvern tímann var spurt hvers vegna hundur elti bíl og svarið var einfaldlega það að hann getur það. Sumir eru þannig innréttir að þeir misfara með eignir annarra og þeir nýta sér takifærið. Um þá eru sérstök heiti.

Rannsókn á einkavæðingu bankanna verður einfaldlega til þess að ríkið pungar út nokkrum tugum eða hundruðum milljóna til að fá það staðfest sem allir vita nú þegar. Höfum við ekkert annað þarfara að gera með fé ríkissjóðs? 


mbl.is Seldu reynslulausum bröskurum bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég held nú að rannsókn á einkavæðingu bankana geti bara verið til góðs.  Steingrímur er yfirlýsingaglaður en það má taka undir flest af því sem hann segir í þessari frétt.  FME var náttúrulega alveg úti á túni og komst ekki nálægt því að sinna sínu hlutverki.

Hinsvegar er svakaleg spilling ennþá grasserandi hjá bönkunum sem og skilanefndum/slitasjórnum.  

Hvað vinna margir hjá skilanefndunum?  Nokkur hundruð.

Hvað hafa margar stöður verið auglýstar hjá skilanefndunum?  Engin.  Allt ráðið í gegnum klíku og kunningsskap.

Guðmundur Pétursson, 14.9.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Maður lendir svolítið í vandræðum með að staðsetja Glitni í þessari einkabankavæðingu, Davíð og Halldór komu ekki nálægt sölu á Útvegsbankanum, sem svo varð Íslandsbanki/Glitnir.  Ég get ekki séð að þar hafi ráðið ríkjum tómir englar.   

Kjartan Sigurgeirsson, 14.9.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hægt er að fullyrða, að einkavæðing bankanna var ekki orsök efnahagshrunsins. Ef menn horfa yfir allt bankakerfið og einblína ekki eingöngu á þá tvo banka sem einkavæddir voru, sést þetta greinilega. Einnig ætti að vera auðvelt fyrir alla að skilja það eðli hlutafélaga, að þau geta skipt um eigendur. Ekkert gat hindrað þá að kaupa banka sem það vildu og höfðu aðgang að nægu fjármagni.

 

Þar fyrir er eðlilegt og mikilvægt að rannsaka feril þeirra sem keyptu ríkisbankana og að rannsaka þá einnig nýlega einkavæðingu Glitnis og Kaupþings. Margt fleirra þarf að rannsaka, eins og samninga ríkisstjórnarinnar um Icesave, sem margir hafa talið vera landráð og brjóta Stjórnarskrána. Ekki gengur að horfa í fé við rannsóknir þessar, því að friður og samstaða innan samfélagsins er í húfi.

 

Ef menn vilja vita hverjar orsakir efnahagshrunsins voru, þá verða menn að rannsaka eftirfarandi atriði:

 

  • Torgreinda peningastefnan. Hver var þáttur torgreindu peningastefnunnar í efnahagshruninu og er ætlunin að halda áfram með þá stefnu ?

 

  • Evrópska efnahagssvæðið. Hversu stóran þátt í efnahagshruninu átti aðildin að EES ? Ætla stjórnvöld ekki að endurskoða aðildina ?

 

  • Siðspilling stjórnmálamanna. Var raunveruleg spilling í gangi meðal Alþingismanna ? Hvers eðlis var hún og hvað verður gert til að hindra spillingu í framtíðinni ?

 

  • Erlend atlaga. Hvaða áhrif hafði beiting hryðjuverkalaganna og neitun erlendra ríkja að gera gjaldeyrisskiptasamninga við Ísland? Hver bar ábyrgð á þeirri stöðu sem komin var upp í samskiptum við aðrar þjóðir ?

 

Framangreind atriði hafa ekki fengið alvöru rannsóknir. Hvað ætli valdi því, að raunverulegar orsakir  eru ekki rannsakaðar, heldur það sem auðsjáanlega skiptir litlu eða engu máli ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.9.2010 kl. 15:07

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Við getum svo sem rannsakað allan ands... en einhvers staðar þurfa mörkin að liggja. á ný ríkisstjórn að efna til rannsóknar á ákvörðum þeirrar fyrri „aþþíbara“. Nei, við þurfum að hafa eitthvað fyrir okkur í þessum málum í stað þess að ana í blindni langt aftur í tímann og rannsaka lagasetninguna um kvótakerfið, aðildina að EES og þá endum við með þinglega rannsókn á landnámi Ingólfs í Kvosinni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2010 kl. 15:15

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurður, það er margt sem er rannsakað í landinu. Ekki yrði ég hissa, þótt búið sé að rannsaka kattasmölun og kattahland í háskólum landsins.

Ef við viljum vita hverjar voru orsakir efnahagshrunsins, til þess að varast álíka hamfarir í framtíðinni, þá rannsökum við auðvitað þau atriði sem líklega voru orsakavaldar.

Ef við viljum ekkert vita og ætlum bara að halda áfram í kjánaskap, þá rannsökum við ekkert. Sama skemmtilega rifrilið heldur áfram, án vitrænnar þekkingar. Þeir sem hafa lítið vit og minni þekkingu, velja auðvitað þann kost.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.9.2010 kl. 16:51

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hlýt að vera sammála þér, Loftur, þó ekki væri til annars en að forðast þann hóp sem þú nefnir í lokin. Hins vegar verðum við að fara varlega. Mistök geta átt sér stað en við þurfum ekki að rannsaka allt og alla rannsóknarinnar vegna. Kostnaðurinn er og hefur verið hrikalegur og hann verður mikill ef við ætlum að rannsaka einkavæðingu bankanna sem engin þörf er á eða setningu kvótakerfisins, inngönguna í EES, EFTA, Nató og annað sem mönnum dettur í hug eða bara til að koma pólitískum andstæðingum á óvart.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2010 kl. 17:00

7 Smámynd: Ólafur Ægir Ólafsson

Já sigurður steingrímur vildi reynslumeiri braskara ekki sýna svona óþroska og segja að frændi og minir menn vinstri grænir séu glæpamenn , Anskotinn hafi sjálfstæðismenn það er bara skítapakk og þar að segja BJARNI BENIDIKTSSON og það unga fólk sem fylgir í kjölfarið þetta er léleg framkoma og rökhugsun gagnvart frænda minum , ekki segja svona um hann og hans menn Til fjandans með þig !

Ólafur Ægir Ólafsson, 15.9.2010 kl. 10:57

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gættu orða þinna, Ólafur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.9.2010 kl. 11:07

9 Smámynd: Einar Þór Kristinsson

ég styð ólaf! þetta er eithvað helvítis sjálfstæðis pakk ólafur frændi steingríms er minn maður. gæta orða þína ólafur hvaða rugl er það helvítis pakk! áfarma vinstri grænir !

Einar Þór Kristinsson, 15.9.2010 kl. 11:14

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þarna fáið þið það beint í æð. Það er ekki svo gott að forðast þá sem lítið hafa vit og greinilega enga þekkingu.Loftur ferð þú ekki að koma á bloggið aftur, mér hefur alltaf líkað greynarnar þínar,

Eyjólfur G Svavarsson, 15.9.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband