Með svona samherja þarf ekki andstæðinga
30.8.2010 | 14:58
Líklega er það misskilningur að stofnanir þjóðfélagsins séu fyrir það en ekki öfugt. Í einfeldni minni hélt ég að reynt væri allt hvað tekur að laga þá hluti sem úrskeiðis hafa farið eftir hrunið og þá sé Seðlabankinn ekki undanskilinn.
Hvað er að því að Seðlabankinn reyni það sem hægt er að laga stöðu þeirra sveitarfélaga sem eiga undir högg að sækja vegna stöðu krónunnar? Á nákvæmlega sama hátt og einstaklingar og fyrirtæki sem eiga í vandræðum vegna gengistryggingar lána þá á Seðlabankinn að gera sitt til að laga stöðuna.
En, NEI. Seðlabanki Íslands tekur stöðu gegn skuldurum og með gþeim kröfuhöfum sem hafa verið dæmdir fyrir brot á lögum.
Já, Seðlabankinn er í liði andstæðingana. Hann krefst þess sem dómstólar hafa fellt niður, hann hafnar því að koma til aðstoðar þegar illa gengur, hann hélt því fram ásamt Fjármálaeftirlitinu að skuldarar ættu að greiða meira en þeim ber samkvæmt dómi Hæstaréttar, hann hefur fullyrt að allt fari í kaldakol ef reynt verði að semja á öðrum nótum en ríkisstjórnin vildi.
Með svona samherja þurfum við ekki andstæðinga. Flestum er nákvæmlega sama þótt lög um Seðlabankann banni honum að koma til aðstoðar í gengismálum. Breyta þarf þá lögunum og ganga þannig frá að hérlendis vinni öll stjórnvöld að sama marki.
Seðlabanki lánar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna"!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 15:18
Það sem er kjarni málsins, og kemur ekki nógu skýrt fram í fréttinni, eru þau forréttindi sem fjármálafyrirtæki njóta, að hafa einkarétt á lánsfé beint frá seðlabankanum á bestu fáanlegu lánskjörum (stýrivöxtum).
Í stað þess að njóta sömu kjara og bankarnir verða opinberir aðilar eins og sveitarfélög eða þau orkufyrirtæki sem enn eru í opinberri eigu, að taka lán frá bönkum sem bjóða þeim hærri vexti og hirða svo mismuninn. Bankar hér á landi hafa undanfarin ár allir verið í einkaeigu, þó nú sé reyndar einn þeirra kominn að meirihluta í opinbera eigu.
Spurningin sem liggur í loftinu er eftirfarandi: Hvers vegna eiga einkarekin fyrirtæki að fá sitja ein að lánsfé seðlabankans (sem er í eigu þjóðarinnar) á betri kjörum en aðrir ? Að einkaaðilar skuli fá að hagnast á slíku forskoti umfram það sem almenningi býðst hlýtur að vekja furðu !
Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2010 kl. 16:52
Nei, við greiðum ekki skuldir óreiðumanna, en reynum ekki á móti að auka við þann vanda sem hrunið og léleg króna hafa valdið einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum þjóðarinnar.
Hárrétt hjá þér, Guðmundur. Sala fjármagns á heildsöluverði gæti bjargað ...
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.8.2010 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.