Ótrúlegt ef Hæstiréttur réttir af hlut sökudólgs

Skil ekkert í því hvers vegna blogg Sigurðar G. Guðjónssonar telst til fréttar. Í því er ekkert sem ekki hefur komið fram áður nema ef vera skyldi að þetta sé í fyrsta sinn sem maðurinn tjái sig um verðtryggingu lána og dóm Hæstaréttar.

Hæstiréttur hefur þegar dæmt gengistryggingu lána, samkvæmt því sem viðgengist hefur hér á landi, ólöglega. Í þeim dómi var ekki farið fram á neina varakröfu kröfueigenda og því féll gengistryggingin einfaldlega út. Því hefur verið haldið fram að nú muni Hæstiréttur taka afstöðu til annarrar verðtryggingar í stað gengistryggingarinnar. Ótrúlegt er að svo verði. Varla mun koma til tals að rétta af hlut þess aðila sem hingað til hefur farið fram með rangindum. Slíkt gerist aldrei.

Því spái ég að dómur Hæstaréttar verði í beinu samræmi við dóminn réttarins um gengistrygginguna.


mbl.is Telja væntanlega 21% vexti sanngjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Já ég verð að vera sammála þér. Það að eitt ákvæði samningsins sé ólöglegt kallar ekki sjálfkrafa á breytingar á öðrum ákvæðum samningsins.

Annað hvort veldur þetta ólöglega ákvæði því að samningurinn er ólöglegur í heild sinni eða það fellur niður eitt og sér.

Svo er það allt annar handleggur hvað er sanngjarnt eða heppilegt við ríkjandi aðstæður. Það hinsvegar getur ekki haft áhrif á dómsniðurstöðuna.

Persónulega gæti ég allveg fallist á að það gæti verið sanngjarnt að vextirnir væru þá hærri eins og talað hefur verið um. En það minntist enginn á einhverja sanngirni þegar þegar lánin tvöfölduðust á einni nóttu eða þar um bil. Af hverju á allt í einu að fara að tala um einhverja sanngirni þegar lánin hverfa að hálfu einn daginn?

Landfari, 30.8.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband