Los og spekúlasjónir veikja Orkuveituna
23.8.2010 | 08:32
Annað hvort veit Orkuveitan eða stjórnarformaður ekki hvernig á að tjá sig í fjölmiðlum eða hann þykist mega segja alla skapaða hluti án tillits til þess umhverfis sem fyrirtækið starfar í.
Það er ekki fyrr en fyrirtækið hefur ákveðið gjaldskrárhækkanir að stjórnarformaðurinn getur tjáð sig um þær. Áður en það gerist á maðurinn auðvitað að halda sér saman og vera ekki með neinar spekúlasjónir í fjölmiðlum. Hann er ekki stöðu sinni til að þóknast þeim.
Upplýsingar um skuldastöðu OR hafa runnið í gegnum alla fjölmiðla enda gúrkutíðin mikil. Opinskátt hafa margir fjölmiðlamenn sem og aðrir talað um hugsanlegt gjaldþrot fyrirtækisins. Varla er hægt að ímynda sér að slík umræða hafi góð áhrif á lánamarkaðinn, sé hann yfirleitt fyrir hendi.
Með dæmalausu kæruleysi hefur Orkuveitan látið frá sér fara viðkvæmar upplýsingar sem matreiddar hafa verið svo einhliða að ætla mætti af fréttaflutningnum einum saman að fyrirtækið eigi enga framtíð nema gjaldskráin sé hækkum um allt að fimmtíu prósentum. Það sem verra er, fyrirtækið hefur enga tilburði haft til þess að leiðrétta þetta. Eða er eitthvað að leiðrétta?
Eignarhald OR skiptir í sjálfu sér engu máli. Það þarf að beygja sig undir það fjölmiðlaumhverfi sem er í landinu og haga upplýsingagjöf á skipulegan og markvissan hátt. Stjórn fyrirtækisins verður að skilja að rekstur þess er ekki leikvöllur hvað þá heldur félagsmálastofnun. Forsendur rekstrarins verða að vera rekstrarlega pottþéttar sem og öll umgjörðin.
Uppá síðkastið hefur mikið los verið í kringum OR. Engu líkar er en að þeir sem þar stýra séu einfaldlega að undirbúa gjaldþrot þess. Sé það rangt þá er mikil vinna eftir í endurskipulagningu.
Tveggja stafa hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein Sigurður.
Það er spurning hvort stjórnarformaðurinn sé ekki bara að reyna að beyta sömu brögðum og fjármálaráðherra; láta að því liggja að hækkanir verði svo og svo miklar, loks þegar hækkun er gefin út er hún bara um 20%, mun minni en áætlað var. Og allir eru ánægði, bara 20% hækkun!
Þessa blekkingaraðferð hefur fjármálaráðherra notað nokkrum sinnum, það kemur kannski ekki að sök í tengslum við skattahækkanir. Það er hinsvegar stór hættulegt fyrir fyrirtæki á almennum markaði, fyrirtæki sem er upp á lánastofnanir komið! Eins og þú bendir á gæti slíkur málfluttningur sett fyrirtækið beina leið á hausinn!!
Gunnar Heiðarsson, 23.8.2010 kl. 08:58
Góð umfjöllun ykkar beggja.
OR umræðan hefur verið ótrúleg og blekkingarleikurinn í samræmi við það.
Fólk ætti að skoða ársreikninga OR og sjá ferlið frá því R-listinn tók við og til dagsins í dag. esti flokkurinn og Samfylkingin í borginni eru á undan sjs sem boðaði að nú skyldu þær krónur sem eftir voru hjá fólki sóttar með skattahækkunum - borgin ætlar að vera á undan og hirða þær.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 09:35
jájá....voruð þið að hlusta á Kjartan MAgnússon leiðtoga ykkar á Rás2 í morgun?
Mér sýnist ekki...
Kv Gústi
Einhver Ágúst, 23.8.2010 kl. 09:44
Af hverju er ÞESSI Gústi í varnarstöðu ...?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.8.2010 kl. 09:56
Ég er í stórsókn.....en gleymi mér samt ekki í vörninni....
Ég var bara að velta fyrir mér afhverju þið töluðuð ekki í takt við ykkar eigin stjórnarmann í OR. Annars er mér nokk sama hvað ykkur finnst þannig séð nema að þið getið komið með einhver haldbær gáfuleg rök.
Eigið yndislegann dag..
Kv Gústi
Einhver Ágúst, 23.8.2010 kl. 10:57
Ekki er ég að bera í bætifláka fyrir Hjörleif Kvaran, en maður sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins í einhver ár getur ekki verið svo slæmur að ekki sé hægt að hafa hann áfram þar til "varanlegur" forstjóri hefur verið fundinn??? Það er nýlega búið að segja Reykvíkingum og öðrum viðskiptavinum OR að það þurfi að HÆKKA gjaldskrá OR um 36% en svo rétt á eftir er farið út í þessar aðgerðir sem auka kostnað OR um tugi ef ekki hundruð milljóna. Ef þetta er hagræðing þá er tunglið úr osti og himininn grænn!!! Ég ætla ekki að fara að verja rekstur OR en ÉG VEIT að hann hefur verið í molum MÖRG undanfarin ár og það sem er verst í mínum huga er að OR hefur verið notað sem "ruslakista" af pólitíkusum í Reykjavík, þangað hafa verið sendir menn sem hefur þurft að losna við úr borgarapparatinu og þarna eru þeir settir á MJÖG HÁ laun sem þeir vinna engan vegin fyrir, þeir eru meira og minna áskrifendur að laununum sínum og ég veit ekki til þess að nokkuð fyrirtæki standi undir því t.d að hafa um 20 upplýsingafulltrúa, tölvuumsjónarmenn almannatengslafulltrúa og fleira á sínum snærum og hver þeirra á launum frá 500.000 upp í tæpa 1.000.000 ). Það veitir ekki af að taka til í OR og það verður að sópa undan "teppinu" líka. Svo var nokkuð merkilegt sem kom fram í Fréttablaðinu á laugardaginn en það var sagt frá því að það ætti að fækka all hressilega "margmiðlunarliðinu" hjá OR en Helgi Pé þyrfti nú ekki að hafa áhyggjur vegna þess að dóttir hans væri aðstoðarkona borgarstjóra.........
Jóhann Elíasson, 23.8.2010 kl. 17:07
Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans og undir borgarstjórum Samfylkingarinnar.
Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.
Bág staða OR skrifast því á R-listann - (Samfylkinguna ) sem hvergi segist hafa komið að málum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.8.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.