Þegar Björgólfur Thor efnir loforð sitt ...

Segja má að varanlegt tjón hafi orðið á mannorði Björgólfs Thors Björgólfssonar í kjölfarið á bankahruninu. Á móti koma yfirlýsingar hans um að hann vilji eftir fremsta megni aðstoða þjóðina við að komast út úr kreppunni og nýta til þess fjárhagslegt afl sitt og sambönd. Og nú birtir hann vefsíðu og vill koma sinni hlið að í umræðunni.

Draga má í efa að þetta sé góður leikur hjá Björgólfi. Hann berst nú einn gegn því sem má kalla yfirlýst skoðun alls almennings í landinu. Það hlýtur að verða afar ójafn leikur og er þá ekki tekið tillit til þess hvort Björgólfur hafi yfirleitt góð rök fyrir máli sínu. Hins vegar er það óumdeilt að meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér, síður en svo.

Margir sem líta á aðstæður Björgúlfs hefðu ráðlagt honum að halda sér til hlés þangað til einhverjar efndir hafa orðið á loforði hans. Gerist það til dæmis að hann geti einn og sér eða með samböndum sínum orðið til þess að auka fjárfestingu hér á landi, aukið verðmætasköpun þeirra fyrirtækja sem fyrir eru eða lagt eitthvað það í pottinn hér innanlands sem styrkir samfélagið, mun dæmið áreiðanlega breytast. Þá, en ekki fyrr en þá, munu landsmenn skoða vefsíðuna með jákvæðari augum.

Þó mun alltaf vera hætta á því að hluti fólks muni aldrei fyrirgefa honum þann þátt sem það álítur, með réttu eða röngu, að hann hafi átt í hruninu.


mbl.is Reynt að fegra stöðu bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Standist þessar yfirlýsingar eru þær mjög alvarlegar ávirðngarnar sem bornar eru á marga aðila.

Þeir aðilar allir hljóta að gera grein fyrir sínu máli - ég sé ekki hversvegna Björgólfur ætti að skrökva þessu - betra hefði verið að þegja en gera slíkt.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.8.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvernig má það vera að Björgólfur sem er með þekkta sögu á bak við sig sögu eyðslu og stórkalla háttar, peningagræðgi, yfir gang, frekju, lygar og sneiddur af samvisku er allt í einu orðin flottur maður sem ekkert gerði rangt?

Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 00:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gleymið ekki að Björgólfur hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að bera ábyrgð á IceSave.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband