Brottrekstur forstjóra OR kostar 80 milljónir króna
19.8.2010 | 08:22
Stjórnarformaður Orkuveitunnar virðist í æ meiri vandræðum með að skýra brottrekstur forstjórans. Fyrst þurfti nýjan verkstjóra, í Mogganum í morgun þurfti nýjan þjálfara og innihaldslausir frastar eins og að fá mann er gengi til verka óbundinn af fyrri ráðstöfunum.
Svo mikið lá á að reka forstjórann, svo mikið að annar var ráðinn til bráðabirgða og sá gamli kostar fyrirtækið næstu tíu mánuði um að minnsta kosti 80.000.000 krónur, áttatíu milljónir króna. Hversu margir verða reknir til að fjármagna þá fjárhæð?
Ekkert hefur komið fram um hæfi nýja forstjórans eða verkefnisstjórans eins og sá vill láta kalla sig eða hvers vegna sá var valinn.
Stjórnarfomaðurinn hefur svo engu svarað um sparnaðartillögur fráfarandi forstjóra og starfsmanna hans. Hann hrekst með svörum sínum úr einu horninu í annað, gefur engar skýringar, flissar og talar eins og véfrétt. Það sem verra er að fréttamenn ganga ekki á manninn og krefjast skýringa meðal annars á því hvernig sparnaðardæmið geti gengið upp með þrjá forstjóra á fullum launum á einu ári.
Fordæmið er nú gefið. Borgin getur framvegis rekið fólk afþvíbara. Enginn er öruggur með starf sitt vegna þess að Besti flokkurinn þarf fólk sem er óbundið af fyrri ráðstöfunum. Það þýðir eiginlega það að skotleyfi er veitt á hvern sem er.
Ekki ánægja með tillögur um sparnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég að bera í bætifláka fyrir Hjörleif Kvaran, en maður sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins í einhver ár getur ekki verið svo slæmur að ekki sé hægt að hafa hann áfram þar til "varanlegur" forstjóri hefur verið fundinn??? Það er nýlega búið að segja Reykvíkingum og öðrum viðskiptavinum OR að það þurfi að HÆKKAgjaldskrá OR um 36% en svo rétt á eftir er farið út í þessar aðgerðir sem auka kostnað OR um tugi ef ekki hundruð milljóna. Ef þetta er hagræðing þá er tunglið úr osti og himininn grænn!!!
Jóhann Elíasson, 19.8.2010 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.