Allt gengur í lokuðu hagkerfi

Allt hangir þetta saman. Hin sjálfstæða stofnun Seðlabankinn er nú ekki sjálfstæðari en það að hann tekur við fyrirskipunum frá fjármálaráðherra. Sá þar á móti að svara til saka hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og til að allt sé nu í lukkunnar velstandi eru settar upp æfingar í lokuðu hagkerfi. Skattar eru hækkaðir og þá fær ríkisstjórnin plús í kladdann hjá AG. Pöntuð er lækkun á stýrivöxtum og annar plús kemur í kladdann. Frekari skattahækkanir eru kynntar fyrir AG sem gerir þær að sínum tillögum og fjármálaráðherra fer í boðunarherferð. Þriðji plúsinn í kladdann.

Svo halda allir að allt stefni í rétta átt í hagkerfi sem er svo gjörsamlega lokað og teygt til hins ítrasta. Allir sjá að þetta ástand gengur ekki þrátt fyrir meinta plúsa.

  • Enn eru 15.000 manns á atvinnuleysisskrá og þeim á eftir að fjölga með haustinu, þannig er það alltaf.
  • Aukning í verðmætasköpun er engin enda öllum innlendum og erlendum fjárfestingum í fyrirtækjarekstri hafnað.
  • Hnekkja á dómi Hæstaréttar vegna gengistryggðra lána, verið er að vinna að tillögum um slíkt enda leggst AG gegn honum.
  • Bankar veita enga fyrirgreiðslu til fyrirtækja sem auka vilja umsvif sín, stækka eða bara halda sjó gegn ríkisvæðingu banka á einkareknum fyrirtækjum.
  • Markaðir íbúða og bíla eru ónýtir.
  • Strangar hömlur eru á viðskiptum með gjaldeyri.
  • Tillögur eru uppi um eignarnám á kvóta í sjávarútvegi
  • Lögfesta á einokun í landbúnaði.

Þarf að telja upp meira til að sanna að allt er hægt í lokuð hagkerfi?


mbl.is Vextir lækka um 1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband