Skyggði forstjórinn á yfirforstjórann?

Nú eru sýningar hafnar á leikriti Besta flokksin. Byrjar með hreinsunum í Orkuveitunni. Forstjórinn er látinn fara og skýringin er sú að meirihlutinn vildi fá nýjan verkstjóra.

Út af fyrir sig eru þetta afskaplega góð rök með afar víðtækum möguleikum til notkunar víðar í borgarkerfinu. Rökin eru þó engin önnur en þau að forstjórinn er ekki leiðitamur fyrir nýja stjórnarformanninn og fylgjendur hans í stjórninni. Skyggir kannski á hann?

Skyldi engan furða því stjórnarformaðurinn er launaður starfsmaður, nokkurs konar yfirverkstjóri með miklu takmarkaðri yfirsýn en „undirforstjórinn“. Samanburðurinn er því þeim fyrrnefnda óhagstæður og einhver þarf því að taka pokann sinn og það er ekki yfirforstjórinn. Ljótt ef satt er að forstjórinn skyggir á yfirforstjórann. Klár brottrekstrarsök.

Höfum í huga að fráfarandi forstjóri var ráðinn á tímum R listans í borgarstjórn og hefur starfað með mörgum stjórnarformönnum frá ýmsum flokkum og ótal stjórnarmönnum frá enn fleiri flokkum. Enginn þeirra virðist hafa neitt út á fagmennsku forstjórans að setja. Hann hefur ekki brotið af sér í starfi á nokkurn hátt heldur unnið með öllum meirihlutum af trúmennsku. Verkefni hans hafa verið fjölmörg, við fjárfestingar og ekki síður þegar draga þurfti saman seglin og hagræða innan Orkuveitunnar og það hefur óumdeilanlega skilað miklum árangri. Klár brottrekstrarsök

Þetta reynist ekki sá verkstjóri sem meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er þóknanlegur. Vammlaus embættismaður með yfirburðarþekkingu. Klár brottrekstrarsök.

Frekar vill meirihlutinn efna til ófriðar um Orkuveituna, búa til óvissu sem jafnvel kann að hafa áhrif á fjárfestingamöguleika fyrirtækisins í náinni framtíð. Ef til vill er það sem koma skal að Orkuveitan eigi að sitja með hendur í skauti.

 


mbl.is Vildu fá nýjan verkstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Og halda niðri verðinu í bullandi taprekstri og hækka það svo um leið og kosningarnar eru búnar - ekki gleyma því.

gummih, 18.8.2010 kl. 09:33

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er spurning hvort veitustofnun í almannaeigu og sem starfar í almannaþágu á að vera að setja fjármuni í áhættufjárfestingar.

Á sínum tíma voru veitustofnanir Reykjavíkur gríðarlega auðug fyrirtæki og "athafnamenn" sáu mikla möguleika á því að komast þar inn og ræna fyrirtækið innan frá, eins og var í tísku í bönkunum.

Orkuveita Reykjavíkur telst ekki sitja með hendur í skauti meðan hún útvegar borgarbúum og öðrum neytendum heitt vatn, kalt vatn og rafmagn á góðu verði.

Undirritaður (ef mig skyldi kalla!) dregur í efa réttmæti þess að umframsjóðir borgarbúa sem kunna að safnast upp hjá Orkuveitunni í góðæri, séu notaðir til að fjármagna útrásardrauma ævintýramanna í útlöndum.

Flosi Kristjánsson, 18.8.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála þér Flosi. Hins vegar gætu áhættufjárfestinar verið hluti af verkefnum Orkuveitunnar rétt eins og annarra fyrirtækja. Einhvers staðar verður þó að draga mörkin. Man eftir að Alfreð Þorsteinsson þáverandi stjórnarformaður lagði fyrir hönd R listans m.a. áherslu á risahumareldi í Þorlákshöfn ... Furðuleg stefna.

Athugasemd gummah er hárrétt. annað dæmi um furðulegar ráðstafanir þessa skrýtna fyrirtækis.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.8.2010 kl. 11:20

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þessi rök um skelleggan verkstjóra voru notuð af samfylkingarfólki þegar Jóhanna var gerð að forsætisráðherra.  Það geta allir séð hve vel það lukkaðist enda Jóhanna búin að vera meira og minna í felum síðan.

Hreinn Sigurðsson, 18.8.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband