Skyggđi forstjórinn á yfirforstjórann?

Nú eru sýningar hafnar á leikriti Besta flokksin. Byrjar međ hreinsunum í Orkuveitunni. Forstjórinn er látinn fara og skýringin er sú ađ meirihlutinn vildi fá nýjan verkstjóra.

Út af fyrir sig eru ţetta afskaplega góđ rök međ afar víđtćkum möguleikum til notkunar víđar í borgarkerfinu. Rökin eru ţó engin önnur en ţau ađ forstjórinn er ekki leiđitamur fyrir nýja stjórnarformanninn og fylgjendur hans í stjórninni. Skyggir kannski á hann?

Skyldi engan furđa ţví stjórnarformađurinn er launađur starfsmađur, nokkurs konar yfirverkstjóri međ miklu takmarkađri yfirsýn en „undirforstjórinn“. Samanburđurinn er ţví ţeim fyrrnefnda óhagstćđur og einhver ţarf ţví ađ taka pokann sinn og ţađ er ekki yfirforstjórinn. Ljótt ef satt er ađ forstjórinn skyggir á yfirforstjórann. Klár brottrekstrarsök.

Höfum í huga ađ fráfarandi forstjóri var ráđinn á tímum R listans í borgarstjórn og hefur starfađ međ mörgum stjórnarformönnum frá ýmsum flokkum og ótal stjórnarmönnum frá enn fleiri flokkum. Enginn ţeirra virđist hafa neitt út á fagmennsku forstjórans ađ setja. Hann hefur ekki brotiđ af sér í starfi á nokkurn hátt heldur unniđ međ öllum meirihlutum af trúmennsku. Verkefni hans hafa veriđ fjölmörg, viđ fjárfestingar og ekki síđur ţegar draga ţurfti saman seglin og hagrćđa innan Orkuveitunnar og ţađ hefur óumdeilanlega skilađ miklum árangri. Klár brottrekstrarsök

Ţetta reynist ekki sá verkstjóri sem meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er ţóknanlegur. Vammlaus embćttismađur međ yfirburđarţekkingu. Klár brottrekstrarsök.

Frekar vill meirihlutinn efna til ófriđar um Orkuveituna, búa til óvissu sem jafnvel kann ađ hafa áhrif á fjárfestingamöguleika fyrirtćkisins í náinni framtíđ. Ef til vill er ţađ sem koma skal ađ Orkuveitan eigi ađ sitja međ hendur í skauti.

 


mbl.is Vildu fá nýjan verkstjóra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Og halda niđri verđinu í bullandi taprekstri og hćkka ţađ svo um leiđ og kosningarnar eru búnar - ekki gleyma ţví.

gummih, 18.8.2010 kl. 09:33

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ţađ er spurning hvort veitustofnun í almannaeigu og sem starfar í almannaţágu á ađ vera ađ setja fjármuni í áhćttufjárfestingar.

Á sínum tíma voru veitustofnanir Reykjavíkur gríđarlega auđug fyrirtćki og "athafnamenn" sáu mikla möguleika á ţví ađ komast ţar inn og rćna fyrirtćkiđ innan frá, eins og var í tísku í bönkunum.

Orkuveita Reykjavíkur telst ekki sitja međ hendur í skauti međan hún útvegar borgarbúum og öđrum neytendum heitt vatn, kalt vatn og rafmagn á góđu verđi.

Undirritađur (ef mig skyldi kalla!) dregur í efa réttmćti ţess ađ umframsjóđir borgarbúa sem kunna ađ safnast upp hjá Orkuveitunni í góđćri, séu notađir til ađ fjármagna útrásardrauma ćvintýramanna í útlöndum.

Flosi Kristjánsson, 18.8.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Sammála ţér Flosi. Hins vegar gćtu áhćttufjárfestinar veriđ hluti af verkefnum Orkuveitunnar rétt eins og annarra fyrirtćkja. Einhvers stađar verđur ţó ađ draga mörkin. Man eftir ađ Alfređ Ţorsteinsson ţáverandi stjórnarformađur lagđi fyrir hönd R listans m.a. áherslu á risahumareldi í Ţorlákshöfn ... Furđuleg stefna.

Athugasemd gummah er hárrétt. annađ dćmi um furđulegar ráđstafanir ţessa skrýtna fyrirtćkis.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 18.8.2010 kl. 11:20

4 Smámynd: Hreinn Sigurđsson

Ţessi rök um skelleggan verkstjóra voru notuđ af samfylkingarfólki ţegar Jóhanna var gerđ ađ forsćtisráđherra.  Ţađ geta allir séđ hve vel ţađ lukkađist enda Jóhanna búin ađ vera meira og minna í felum síđan.

Hreinn Sigurđsson, 18.8.2010 kl. 19:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband