Þarna hefur fljótið margoft farið

Eftir myndinni að dæma sem fylgir með fréttinni þá er um að ræða veginn rétt innan við Langanes. Þar hefur Markarfljótið lengi verið til mikilla vandræða. Vegagerðin hófst handa fyrir nokkrum árum og byggði varnargarð á þessum slóðum. Hann reyndist þokkalega þar til kom að flóðinu úr Gígjökli. Þá slettist talsvert yfir varnargarðinn en það sem verra er að aurinn settist til fyrir framan hann og þar af leiðandi á sumarvatnið í fljótinu auðveldara með að komast yfir garðinn.

Lausnin er þess vegna ekki að hækka garðinn heldur að grafa aur og möl burtu fyrir utan hann. Landið fyrir innan verður alltaf í sömu hæð en smám saman lægra en fyrir utan garðinn.


mbl.is Þórsmerkurleið opnuð síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það er spurning hvort ekki ætti að færa veginn ofar í landið. Nu þegar eru for eftir bíla, sem hafa farið upp fyrir réttina sem þarna er, til að forðast fljótið.

B-)

Börkur Hrólfsson, 11.8.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Börkur. Ég er alfarið á móti því. Vegurinn á að liggja á Markarfljótsaurum, ekki uppi í gróðulendinu. Þar hefur hann verið að grafast niður og þegar einhverjir pyttir verða á honum aka menn óhikað út í móana. Koma þarf í veg fyrir þetta. Raunar held ég að þegar á allt er litið þurfi þokkalegan inn að „lóni“, þar verði bílastæði og síðan sami vegur inneftir fyrir jeppa og rútur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.8.2010 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband