Ökumenn meta aðstæður ólíkt göngumönnum
3.8.2010 | 09:20
Venjulega eru ökumenn öruggari með sig en gangandi ferðamenn. Maður þekkir það svo sem af eigin reynslu að fátt ætti að geta stöðvað bílinn, fjórhjólið eða vélsleðann. Oftrúin á tækið er mjög algeng, langvarandi akstur getur skapað sinnuleysi gagnvart hrindunum og ekki síst slævir tilbreytingaleysi dómgreindina.
Þetta er að minnsta kosti reynsla mín af fjallaferðum á bílum.
Allt annað er uppi á tengingum þegar maður er gangandi. Þreyta krefst úrlausnar, lítil oftrú er á tækjum, og sinnuleysi verður sjaldnast til. Hver kannast ekki við gönguferðir upp og niður læki, ár og fljót í því skyni að leita að rétta vaðinu? Hafa ekki allir gengið út í á og snúið við þegar straumurinn eða dýpið fer að vera óviðráðanlegt?
Þessa tilfinningu fær sá ekki fyrir umhverfinu þegar hann kemur akandi að vatnsfalli og þar af leiðandi verða oft slysin.
Gunnar Maríuson var óheppinn en hann var skynsamur og hélt sér við fjórhjólið í miðju straumvatninun í marga klukkutíma. Margir hefðu nú reynt að vaða í land en Gunnar mat aðstæður án efa rétt.
Lagði út í svellkalda ána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.